Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 13:42 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri SA. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira