Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 13:42 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri SA. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira