Gullhúðunin gerir illt verra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun