Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 15:01 Elon Musk segir kínverska rafmagnsbílaframleiðendur í mun betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum. AP/Czarek Sokolowski Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Þetta sagði Musk í samtali við fjárfesta í Tesla í gær. Hann sagði ástæðu þess að setja þyrfti tolla á kínverska rafmagnsbíla vera að fyrirtækin þar séu í betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum, samkvæmt frétt CNBC. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana. Burtséð frá þessum ívilnunum hagnaðist fyrirtækið um 2,49 milljarða dala, sem er 39 prósentum minna en á sama tímabili 2022. Þá vöruðu forsvarsmenn fyrirtækisins við því að draga myndi úr vexti sölu rafmagnsbíla. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana.AP/Mike Stewart CNBC segir kínverska fyrirtækið BYD hafa selt fleiri rafmagnsbíla en Tesla á fjórða árungi síðasta árs og að fyrirtækið hafi aukið á sölu í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Suðaustur-Asíu. Önnur fyrirtæki eins og Nio og Xpeng eru einnig byrjuð að selja bíla í Evrópu. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að hann hafi ekki heyrt af ummælum Musks. Hann sagði þó hafa þyrfti opið sanngjarnt, réttlátt og opið viðskiptaumhverfi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opinbera styrki yfirvalda í Kína til framleiðenda rafmagnsbíla til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til hærri tolla í Evrópu. Musk hefur unnið að því að lækka verð bíla Tesla til að keppa betur við kínversku fyrirtækin en varaði við því í gær að botninum hefði verið náð í mögulegum verðlækkunum. Þá staðfesti Musk fregnir um að til stæði að framleiða ódýrari og minni Teslur á næsa ári, sem bera nafnið „Redwood“ Tesla Kína Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta sagði Musk í samtali við fjárfesta í Tesla í gær. Hann sagði ástæðu þess að setja þyrfti tolla á kínverska rafmagnsbíla vera að fyrirtækin þar séu í betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum, samkvæmt frétt CNBC. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana. Burtséð frá þessum ívilnunum hagnaðist fyrirtækið um 2,49 milljarða dala, sem er 39 prósentum minna en á sama tímabili 2022. Þá vöruðu forsvarsmenn fyrirtækisins við því að draga myndi úr vexti sölu rafmagnsbíla. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana.AP/Mike Stewart CNBC segir kínverska fyrirtækið BYD hafa selt fleiri rafmagnsbíla en Tesla á fjórða árungi síðasta árs og að fyrirtækið hafi aukið á sölu í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Suðaustur-Asíu. Önnur fyrirtæki eins og Nio og Xpeng eru einnig byrjuð að selja bíla í Evrópu. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að hann hafi ekki heyrt af ummælum Musks. Hann sagði þó hafa þyrfti opið sanngjarnt, réttlátt og opið viðskiptaumhverfi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opinbera styrki yfirvalda í Kína til framleiðenda rafmagnsbíla til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til hærri tolla í Evrópu. Musk hefur unnið að því að lækka verð bíla Tesla til að keppa betur við kínversku fyrirtækin en varaði við því í gær að botninum hefði verið náð í mögulegum verðlækkunum. Þá staðfesti Musk fregnir um að til stæði að framleiða ódýrari og minni Teslur á næsa ári, sem bera nafnið „Redwood“
Tesla Kína Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira