Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 21:55 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru lykilmenn hjá Sjálfstæðisflokknum, saman í ríkisstjórn en ólíka sýn á framtíð flokksins. Vísir/Vilhelm Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira