Loksins fékk Svf. Árborg bingó! Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. janúar 2024 07:30 Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar