Hafa aldrei klúðrað svo mörgum vítum á einu EM en einn toppar Ómar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 13:01 Ómari Inga Magnússyni gekk skelfilega á vítalínunni á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei verið með verri vítanýtingu á einu Evrópumóti en einmitt á mótinu í Þýskalandi sem kláraðist hjá íslenska landsliðinu á miðvikudaginn. Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira