Klopp hættir með Liverpool í vor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:41 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira