Innlent

Lætur af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna '78

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 mun láta af embættinu í sumar.
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 mun láta af embættinu í sumar.

Daníel E. Arnarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 í sumar. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Hann mun þá hafa gegnt embættinu í sjö ár.

„Á þessum sjö árum hefur mikið gengið á, langir dagar, stundum erfitt en alltaf gott. Hef kynnst ógrynni af dásamlegum vinum og kunningjum. Ég er ekki að fara neitt strax, en tel réttast að tilkynna þetta með góðum fyrirvara,“ segir Daníel í færslunni.

Í samtali við fréttastofu segist hann ekki hafa stökustu hugmynd um hvaði taki við en að þetta sé réttur tímapunktur fyrir sig og samtökin.

Daníel segir að ástæðan fyrir því að hann tilkynni afsögn sína með svo miklum fyrrivera sé sú að ný stjórn Samtakanna '78 taki við í vor.

„Þá hefði ég verið að segja upp tuttugu og eitthvað dögum eftir að ný stjórn tekur við og mér fannst það ekki sniðugt,“ segir Daníel.

„Ég held að þetta sé réttur tímapunktur bæði fyrir mig og fyrir samtökin. Því samtökin eru svakalegt afl og hafa vaxið gríðarlega á síðustu árum. Við höfum verið í miklum vaxtafasa þannig ég held að það sé bara kominn tími,“ segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×