Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 12:01 Vítaspyrnan sem Schmeichel varði var dæmd ólögleg, en hefði átt að vera endurtekin. Isosport/MB Media/Getty Images Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins. Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda.
Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01