Myndunum var dreift um samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, og áætlað er að tugir milljóna hafi séð þær áður en þær voru fjarlægðar af miðlinum.
Yvette D. Clark, þingkona demókrata í New York tjáði sig um málið á X. Hún sagði djúpvölsun vera vandamál sem sé ekki nýtt af nálinni. Í mörg ár hafi konur gerst fórnarlömb djúpfalsaðs myndefnis og með framförum í gervigreindartækni verði gerð slíkra falsana sífellt einfaldari og ódýrari.
Taylor Swift hefur enn ekki tjáð sig um myndirnar og ekki liggur fyrir hver eða hvaða forrit er á bak við gerð þeirra.
Í níu ríkjum í Bandaríkjunum hafa þegar verið sett lög sem banna sköpun eða deilingu á djúpfölsuðu myndefni án samþykkis viðkomandi. Með máli Swift hefur þrýstingur þingmanna á breytingar á sambandslögum Bandaríkjanna um djúpfölsun aukist.
Í maí 2023 kynnti Joseph Morelle, þingmaður demókrata í New York, fyrirhugað lagafrumvarp sem fólst í að gera dreifingu á djúpfölsuðu klámi ólöglega. Hann sagði slíka dreifingu geta valdið óafturkræfum tilfinningalegum og fjárhagslegum skaða og skaða á orðspori.
Morelle lýsti máli Swift á X í gær sem kynferðislegri misnotkun. Frumvarp hans um djúpfalsaðar myndir hafa enn ekki orðið að lögum. Tom Kean Jr, þingmaður Repúblikana í New Jersey, tók undir orð Morelle á X og er einn talsmanna frumvarpsins.
The explicit AI images of Taylor Swift have people wondering: how is this not illegal?
— Joe Morelle (@RepJoeMorelle) January 26, 2024
I was astounded, too so I wrote legislation to make non-consensual deepfakes a federal crime. Join me in advocating for passage of my bill, the Preventing Deepfakes of Intimate Images Act.