Veljum að skapa Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2024 13:00 Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun