Enski boltinn

„Ekki hugsa meira um mig“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Klopp brosir sínu breiðasta
Klopp brosir sínu breiðasta Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 

Liverpool lagði Norwich 5-2 að velli í fjórðu umferð FA bikarsins. Þeir mæta næst annað hvort Watford eða Southampton.

Klopp var spurður hvort honum hefði liðið eitthvað öðruvísi en vanalega þegar hann mætti til leiks á Anfield í dag.

„Nei, ekkert öðruvísi fyrir mig. Það þurfa allir að átta sig á því, og mega búast við því af mér, að ég er hér af heilum hug. Ekki hugsa meira um mig, ég sagði það sem ég þurfti að segja, nú held ég bara áfram minni vegferð.“

Hann ítrekaði svo að það væri í raun ekkert breytt hjá Liverpool ennþá. Hann muni segja af sér í lok tímabils, þangað til muni hann sinna starfinu af heilum hug og hann gerir engar öðruvísi væntingar til leikmanna en hann gerði áður.

„Það þarf ekkert að gera öðruvísi, við erum ekki að fara að mæta í hverri viku og „gera þetta fyrir þjálfarann“. Strákarnir spiluðu vel áður en þeir vissu eitthvað, nú vita þeir meira og munu bara halda áfram að spila vel.

Þetta þýðir ekki að við munum vinna alla leiki en þetta verður heldur ekki ástæðan fyrir því að við vinnum ekki. Við erum búnir að segja hvað mun gerast. Í lok tímabils kveðjumst við og það verður tilfinningaþrungið, en þangað til höfum við mikið verk að vinna“ hélt Klopp svo áfram.

Viðtal Jurgen Klopp við ITV má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Klopp hættir með Liverpool í vor

Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×