Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. janúar 2024 20:06 Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, segir sorglegt að Ísland hafi ákveðið að frysta mannúðaraðstoð sína til Palestínu. Stöð 2 Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. Í gær var greint frá því að hópur ríkja, þar á meðal Ísland, hefði tekið ákvörðun um að fresta styrkjun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásir á Ísrael þann 7. október. Phillippe Lazzarini, forstöðumaður UNRWA, segir ómannúðlegt að refsa þeim þúsundum manna sem vinna hjá stofnuninni fyrir misgjörðir nokkurra starfsmanna og kallar eftir því að ríkin endurskoði ákvörðunina. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar væru alvarlegar og að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Hræðilegt að fólk sé svipt mannúðaraðstoð Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, ræddi við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um ákvörðun utanríkisráðherra að fresta styrkjum til UNRWA. Hvað gerir þessi stofnun? „Þessi stofnun veitir grundvallarþjónustu til palestínskra flóttamanna í Mið-Austurlöndum. Það eru skólar, heilsugæsla og ýmis matarþjónusta,“ sagði Lára. Hvernig horfir þessi ákvörðun við þér? „Hún er alveg afskaplega sorgleg og það er hræðilegt að horfa upp á það að núna muni mannúðaraðstoð til tveggja milljóna að minnsta kosti, fólks sem er fast inni á Gasa, ekki berast. Hún mun minnka og minnka þar til peningarnir klárast þar sem þessar stofnanir hafa ákveðið að frysta fjármagn sitt,“ sagði hún. „Þetta raun og veru setur spurningarmerki við hlutleysi þjóða og hvers vegna að taka afstöðu gegn Sameinuðu þjóðunum þarna. Hjá UNRWA eru 30 þúsund starfsmenn og þarna eru tólf sem hafa vissulega gert líklega eitthvað af sér. Á að refsa öllum og þar á meðal því fólki sem þarf á mannúðaraðstoðinni að halda?“ Ákvörðun Íslands hafi bein áhrif Lára segir að ákvörðun Íslands og annarra þjóða muni hafa bein áhrif á Palestínubúa. Frysting fjármagnsins komi niður á grunnnauðsynjum og menntun barna. Erum við að setja okkur í einhverja tiltekna hillu pólitískt séð? „Það er kannski best að skoða þetta út frá því með hverjum við erum að taka ákvörðunina og hverjir hafa ekki tekið þessa ákvörðun. Ef við berum okkur saman við Norðurlönd þá hefur Finnland ákveðið að frysta peningana. Svo eru það Ástralía, Bandaríkin, Kanada og núna nýjast Frakkland í dag,“ sagði Lára. „Á sama tíma hefur Noregur tekið sterkt til máls og sagt Við ætlum ekki að frysta fjármagnið. Við ætlum að vonast til að málið verði leyst og það verður rannsakað, við köllum eftir því. En við viljum að mannúðaraðstoðin berist til fólksins sem horfir fram á hungur og dauðann,“ segir Lára um yfirlýsingu Noregs. Hvaða afleiðingar hefur ákvörðun eins og þessi, sem er tekin hérna heima á Íslandi, fyrir fólkið á Gasa? „Smátt og smátt munu peningarnir þurrkast upp. Peningarnir sem UNRWA notar til að kaupa grunnnauðsynjar fyrir fólkið á staðnum. Það talar fyrir réttindum þessa fólks, það veitir börnum menntun. Þetta mun hafa bein áhrif á fólk, kannski ekki á morgun en í næstu viku.“ „Við vonum að þessar þjóðir sjái sér kost þess að opna fyrir fjármagnið aftur þar sem ástandið er svo hræðilegt nú þegar. Það getur eiginlega ekki orðið verra,“ segir hún. Ekki nýtt að Ísraelar setji sig upp á móti UNRWA Þetta kemur auðvitað í kjölfarið á bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins? „Já og það sem er áhugavert við það er að Ísraelar hafa lengi reynt að láta loka þessari stofnun. Þeir sjá ekki þörfina á UNRWA, vilja alls ekki að hún starfi og sjá hana sem talsmann sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Þetta er ekkert nýtt. Þeir sem hafa fylgst með málum Palestínumanna lengi, vita alveg að Ísraelar hafa verið að vinna í áttina að þessu. Nú hafa þeir sagt opinberlega að þeir vilji loka þessari stofnun. Þetta er mikið áhyggjuefni.,“ „Það er ekki bara hvernig þeir nota þennan tíma, daginn eftir, að skella þessari skuld á þessa starfsmenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í gær var greint frá því að hópur ríkja, þar á meðal Ísland, hefði tekið ákvörðun um að fresta styrkjun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásir á Ísrael þann 7. október. Phillippe Lazzarini, forstöðumaður UNRWA, segir ómannúðlegt að refsa þeim þúsundum manna sem vinna hjá stofnuninni fyrir misgjörðir nokkurra starfsmanna og kallar eftir því að ríkin endurskoði ákvörðunina. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar væru alvarlegar og að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Hræðilegt að fólk sé svipt mannúðaraðstoð Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, ræddi við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um ákvörðun utanríkisráðherra að fresta styrkjum til UNRWA. Hvað gerir þessi stofnun? „Þessi stofnun veitir grundvallarþjónustu til palestínskra flóttamanna í Mið-Austurlöndum. Það eru skólar, heilsugæsla og ýmis matarþjónusta,“ sagði Lára. Hvernig horfir þessi ákvörðun við þér? „Hún er alveg afskaplega sorgleg og það er hræðilegt að horfa upp á það að núna muni mannúðaraðstoð til tveggja milljóna að minnsta kosti, fólks sem er fast inni á Gasa, ekki berast. Hún mun minnka og minnka þar til peningarnir klárast þar sem þessar stofnanir hafa ákveðið að frysta fjármagn sitt,“ sagði hún. „Þetta raun og veru setur spurningarmerki við hlutleysi þjóða og hvers vegna að taka afstöðu gegn Sameinuðu þjóðunum þarna. Hjá UNRWA eru 30 þúsund starfsmenn og þarna eru tólf sem hafa vissulega gert líklega eitthvað af sér. Á að refsa öllum og þar á meðal því fólki sem þarf á mannúðaraðstoðinni að halda?“ Ákvörðun Íslands hafi bein áhrif Lára segir að ákvörðun Íslands og annarra þjóða muni hafa bein áhrif á Palestínubúa. Frysting fjármagnsins komi niður á grunnnauðsynjum og menntun barna. Erum við að setja okkur í einhverja tiltekna hillu pólitískt séð? „Það er kannski best að skoða þetta út frá því með hverjum við erum að taka ákvörðunina og hverjir hafa ekki tekið þessa ákvörðun. Ef við berum okkur saman við Norðurlönd þá hefur Finnland ákveðið að frysta peningana. Svo eru það Ástralía, Bandaríkin, Kanada og núna nýjast Frakkland í dag,“ sagði Lára. „Á sama tíma hefur Noregur tekið sterkt til máls og sagt Við ætlum ekki að frysta fjármagnið. Við ætlum að vonast til að málið verði leyst og það verður rannsakað, við köllum eftir því. En við viljum að mannúðaraðstoðin berist til fólksins sem horfir fram á hungur og dauðann,“ segir Lára um yfirlýsingu Noregs. Hvaða afleiðingar hefur ákvörðun eins og þessi, sem er tekin hérna heima á Íslandi, fyrir fólkið á Gasa? „Smátt og smátt munu peningarnir þurrkast upp. Peningarnir sem UNRWA notar til að kaupa grunnnauðsynjar fyrir fólkið á staðnum. Það talar fyrir réttindum þessa fólks, það veitir börnum menntun. Þetta mun hafa bein áhrif á fólk, kannski ekki á morgun en í næstu viku.“ „Við vonum að þessar þjóðir sjái sér kost þess að opna fyrir fjármagnið aftur þar sem ástandið er svo hræðilegt nú þegar. Það getur eiginlega ekki orðið verra,“ segir hún. Ekki nýtt að Ísraelar setji sig upp á móti UNRWA Þetta kemur auðvitað í kjölfarið á bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins? „Já og það sem er áhugavert við það er að Ísraelar hafa lengi reynt að láta loka þessari stofnun. Þeir sjá ekki þörfina á UNRWA, vilja alls ekki að hún starfi og sjá hana sem talsmann sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Þetta er ekkert nýtt. Þeir sem hafa fylgst með málum Palestínumanna lengi, vita alveg að Ísraelar hafa verið að vinna í áttina að þessu. Nú hafa þeir sagt opinberlega að þeir vilji loka þessari stofnun. Þetta er mikið áhyggjuefni.,“ „Það er ekki bara hvernig þeir nota þennan tíma, daginn eftir, að skella þessari skuld á þessa starfsmenn
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22