Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Ívar Ingimarsson í leik með Reading á móti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Egerton Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan. KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00