Enski boltinn

Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er hætt við því að restin af leiktíðinni verði tilfinning rússíbani fyrir Jürgen Klopp.
Það er hætt við því að restin af leiktíðinni verði tilfinning rússíbani fyrir Jürgen Klopp. Getty/Robbie Jay Barratt

Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins.

Sunday Mirror slær því upp að síðustu mánuðir Þjóðverjans á Anfield verði teknir upp fyrir heimildaþáttagerð.

Leyfi hefur fengist fyrir því að vera með myndavélar á bak við tjöldin á æfingasvæði Liverpool á Melwood til að taka upp það sem gengur á þar milli leikja liðsins.

Samkvæmt heimildarmanni Mirror þá hefur Klopp lokað á allar slíkar myndatökur hingað til en gaf grænt ljóst að þessu sinni.

Klopp tilkynnti óvænt fyrir helgi að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool í sumar eða tveimur árum áður en samningur hans rennur út. Klopp er harður á því að hann muni ekki breyta um skoðun sama hvernig fer hjá liðinu í vor.

Síðast var gerð heimildarmynd um Liverpool árið 2012 en þá var Brendan Rodgers knattspyrnustjóri félagsins. Sá þáttur hét Being Liverpool.

Þetta gæti orðið mjög skemmtilegur endir hjá Klopp með Liverpool enda félagið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og enn með í þremur öðrum keppnum. Liðið er komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar, í úrslitaleik enska deildabikarsins og í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×