Lumar þú á sögu úr friðlandinu í Vatnsfirði? Elva Björg Einarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 08:00 Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín. Ég er því glaðvöknuð og klukkan einungis fjögur að nóttu til. Klukkustund síðar fer ég fram og helli mér upp á tebolla. Þú kannast við þetta, hugurinn reikar og þú getur allt eins leyft þér þann munað að fylgja honum eftir því að svefninn kemur ekki í bráð. Það sem gerði útslagið var hugmynd sem ég hef gengið með um nokkurn tíma og rætt við mitt nánasta fólk og umhverfi, um að gera bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Er ekki einmitt tilvalið að ýta henni úr vör á svo hryssingslegum degi?! Það er svona með mig eins og líklega ykkur hin, að hugmyndir mínar spretta af því sem ég kann og í samræmi við það sem hefur gert mig að manneskju. Ég er uppalin á Seftjörn á Barðaströnd í mynni Vatnsfjarðarins og foreldrar mínir, Bríet og Einar, voru einir af fyrstu landvörðunum í friðlandinu í Vatnsfirði. Á þessum tíma þurftum við að fara í burtu til að mennta okkur frekar og ég var komin í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði fimmtán ára gömul, líkt og systkini mín og móðir. Það voru samgöngurnar sem réðu því hvert leiðin lá, því að þær voru mun greiðari suður á bóginn en norður á firðina. Þess vegna fór ég líka í Fjölbrautaskólann á Akranesi og síðar til Reykjavíkur að læra guðfræði, kennslufræði, mannfræði og núna síðast ferðamálafræði. Þar skoða ég einmitt hvernig Vestur-Barðastrandarsýsla, V-Barð, er sífellt að breytast og hvernig skoða má staðinn í gegnum mismunandi sögur og tengsl sem spretta upp úr landslaginu, til dæmis úr tengslum fólks og náttúru. Þess vegna er mikilvægt að hlusta eftir þeim sögum sem þar er að finna, líka þeim sem hafa ekkert með manneskjuna að gera. Þeir eru mér hugleiknir heimahagarnir og það voru þeir akkúrat líka þegar ég skrifaði göngubók um Barðastrandarhreppinn, kort og vefsíðu (https://bardastrandarhreppur.net/). Ég hafði nefnilega í millitíðinni búið í Noregi og það var einhvern veginn þannig að þegar ég heimsótti bernskuslóðirnar á Íslandi áttaði ég mig á því hversu magnaður staður þær væru og langaði að koma því á framfæri. Þetta var verkefni sem ég vann með sveitungum mínum og fjallaði um að koma Barðaströndinni á kortið, því þó svo að hún hafi alltaf verið þarna voru ef til vill fáir sem stoppuðu þar heldur brunuðu í gegn á leið sinni annað. Hér erum við komin að hugmynd minni um bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Það er leið sem ég kann til að draga fram það sem er ef til vill hulið, segja sögur, ýta undir og leyfa umhverfinu að tala. Á næsta ári, 2025, er hálf öld liðin frá því að friðlandið í Vatnsfirði var stofnað, ári eftir að Þjóðhátíð Vestfirðinga var haldin þar. Það er ekki ólíklegt að dvöl hátíðargesta á þjóðhátíð hafi haft eitthvað með ákvörðunina að gera þar sem almannarómur eftir hátíðina var að Vatnsfjörðurinn væri einn fegurstur staða Íslands. Ef ég vissi ekki betur og hefði ekki lesið sama vitnisburð í heimildum allt til landnáms, héldi ég kannski að umsögnina mætti flokka undir það að hverjum þyki sinn fugl fagur. Friðlandið í Vatnsfirði. Elva Björg En hvað er það sem býr til þennan stað, úr hverju er hann samsettur og hvers vegna er upplifun fólks af honum þessi? Mig langar til að við skrifum saman bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Í henni eiga að vera sögur frá ykkur sem hafið heimsótt staðinn og upplifað á eigin skinni. Þið megið líka segja sögu annarra, einhverra úr fjölskyldunni eða vina og ef þið treystið ykkur ekki til að skrifa en langar engu að síður til að vera með getið þið sagt mér söguna og ég skrifað hana fyrir ykkur. Þetta mega vera litlar sögur, lengri sögur, stemningar, ljóð, prósar, myndir, teikningar, tónlist – hvaðeina sem vakist hefur af friðlandinu í Vatnsfirði. Ég sækist líka eftir sögum af öðrum en manneskjunni. Sögum af mýi, gróðri – runnum, háum björkum og bosmamiklum víði, veðri, fuglum, dýrum, berjum, sveppum, fiski – staðbundnum bleikjustofni, urriða og laxi, landslagi, ám og vatni – fossum og flúðum. Hér langar mig líka til að tala við þau ykkar sem getið gefið innsýn í jarðfræðina, vatnafarið, mýið og bleikjuna í vatninu – væri ekki tilvalið að skrifa aðgengilegan texta um akkúrat það? Ástæða þess að mig langar til að skrifa með ykkur bók um friðlandið í Vatnsfirði er að draga fram eitthvað af því sem skapar þennan stað. Með því að benda á hversu margræður staðurinn er og mikilvægt að við manneskjurnar könnumst við að við erum hluti honum, það að okkar saga er bara ein af mörgum sem seytla um friðlandið í Vatnsfirði og býr það til. Ég held kannski að hugmyndin hafi kviknað í Covid þegar við Þuríður mín, yngsta dóttirin, leyfðum huganum að reika dveljandi löngum stundum hér heima. Við ræddum innihaldið, hvernig sögur það ættu að vera og frá hverjum. Hvernig bókin ætti að líta út, bókarbrotið, áferð og litir. Litagreindum friðlandið í Vatnsfirði, gerðum litaprufur og fundum út að líklega ætti bókin að taka lit af Vatnsdalsvatninu en með tóna yfir í gróðurinn sem teygir sig upp hlíðarnar og gráa litinn í hálendinu sem við tekur. Þið sjáið að hugmyndin er orðin nokkuð þróuð og nú er komið að því að láta vaða og spyrja ykkur hvort þið viljið vera með? Ég hef opnað Facebook-síðu „Sögur úr friðlandinu í Vatnsfirði“ þar sem þið getið verið í sambandi við mig, eða sent mér póst á netfangið vatnsfjardarsogur@gmail.com. Hugmyndin er svo að gefa bókina út í tilefni af hálfrar aldar afmæli friðlandsins í Vatnsfirði á næsta ári. Hvort það næst verðum við að sjá til um, en ef sögurnar koma lofa ég ykkur því að bókin mun líta dagsins ljós. Hvað segið þið, eruð þið til í þetta? Höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur – göngubók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín. Ég er því glaðvöknuð og klukkan einungis fjögur að nóttu til. Klukkustund síðar fer ég fram og helli mér upp á tebolla. Þú kannast við þetta, hugurinn reikar og þú getur allt eins leyft þér þann munað að fylgja honum eftir því að svefninn kemur ekki í bráð. Það sem gerði útslagið var hugmynd sem ég hef gengið með um nokkurn tíma og rætt við mitt nánasta fólk og umhverfi, um að gera bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Er ekki einmitt tilvalið að ýta henni úr vör á svo hryssingslegum degi?! Það er svona með mig eins og líklega ykkur hin, að hugmyndir mínar spretta af því sem ég kann og í samræmi við það sem hefur gert mig að manneskju. Ég er uppalin á Seftjörn á Barðaströnd í mynni Vatnsfjarðarins og foreldrar mínir, Bríet og Einar, voru einir af fyrstu landvörðunum í friðlandinu í Vatnsfirði. Á þessum tíma þurftum við að fara í burtu til að mennta okkur frekar og ég var komin í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði fimmtán ára gömul, líkt og systkini mín og móðir. Það voru samgöngurnar sem réðu því hvert leiðin lá, því að þær voru mun greiðari suður á bóginn en norður á firðina. Þess vegna fór ég líka í Fjölbrautaskólann á Akranesi og síðar til Reykjavíkur að læra guðfræði, kennslufræði, mannfræði og núna síðast ferðamálafræði. Þar skoða ég einmitt hvernig Vestur-Barðastrandarsýsla, V-Barð, er sífellt að breytast og hvernig skoða má staðinn í gegnum mismunandi sögur og tengsl sem spretta upp úr landslaginu, til dæmis úr tengslum fólks og náttúru. Þess vegna er mikilvægt að hlusta eftir þeim sögum sem þar er að finna, líka þeim sem hafa ekkert með manneskjuna að gera. Þeir eru mér hugleiknir heimahagarnir og það voru þeir akkúrat líka þegar ég skrifaði göngubók um Barðastrandarhreppinn, kort og vefsíðu (https://bardastrandarhreppur.net/). Ég hafði nefnilega í millitíðinni búið í Noregi og það var einhvern veginn þannig að þegar ég heimsótti bernskuslóðirnar á Íslandi áttaði ég mig á því hversu magnaður staður þær væru og langaði að koma því á framfæri. Þetta var verkefni sem ég vann með sveitungum mínum og fjallaði um að koma Barðaströndinni á kortið, því þó svo að hún hafi alltaf verið þarna voru ef til vill fáir sem stoppuðu þar heldur brunuðu í gegn á leið sinni annað. Hér erum við komin að hugmynd minni um bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Það er leið sem ég kann til að draga fram það sem er ef til vill hulið, segja sögur, ýta undir og leyfa umhverfinu að tala. Á næsta ári, 2025, er hálf öld liðin frá því að friðlandið í Vatnsfirði var stofnað, ári eftir að Þjóðhátíð Vestfirðinga var haldin þar. Það er ekki ólíklegt að dvöl hátíðargesta á þjóðhátíð hafi haft eitthvað með ákvörðunina að gera þar sem almannarómur eftir hátíðina var að Vatnsfjörðurinn væri einn fegurstur staða Íslands. Ef ég vissi ekki betur og hefði ekki lesið sama vitnisburð í heimildum allt til landnáms, héldi ég kannski að umsögnina mætti flokka undir það að hverjum þyki sinn fugl fagur. Friðlandið í Vatnsfirði. Elva Björg En hvað er það sem býr til þennan stað, úr hverju er hann samsettur og hvers vegna er upplifun fólks af honum þessi? Mig langar til að við skrifum saman bók með sögum úr friðlandinu í Vatnsfirði. Í henni eiga að vera sögur frá ykkur sem hafið heimsótt staðinn og upplifað á eigin skinni. Þið megið líka segja sögu annarra, einhverra úr fjölskyldunni eða vina og ef þið treystið ykkur ekki til að skrifa en langar engu að síður til að vera með getið þið sagt mér söguna og ég skrifað hana fyrir ykkur. Þetta mega vera litlar sögur, lengri sögur, stemningar, ljóð, prósar, myndir, teikningar, tónlist – hvaðeina sem vakist hefur af friðlandinu í Vatnsfirði. Ég sækist líka eftir sögum af öðrum en manneskjunni. Sögum af mýi, gróðri – runnum, háum björkum og bosmamiklum víði, veðri, fuglum, dýrum, berjum, sveppum, fiski – staðbundnum bleikjustofni, urriða og laxi, landslagi, ám og vatni – fossum og flúðum. Hér langar mig líka til að tala við þau ykkar sem getið gefið innsýn í jarðfræðina, vatnafarið, mýið og bleikjuna í vatninu – væri ekki tilvalið að skrifa aðgengilegan texta um akkúrat það? Ástæða þess að mig langar til að skrifa með ykkur bók um friðlandið í Vatnsfirði er að draga fram eitthvað af því sem skapar þennan stað. Með því að benda á hversu margræður staðurinn er og mikilvægt að við manneskjurnar könnumst við að við erum hluti honum, það að okkar saga er bara ein af mörgum sem seytla um friðlandið í Vatnsfirði og býr það til. Ég held kannski að hugmyndin hafi kviknað í Covid þegar við Þuríður mín, yngsta dóttirin, leyfðum huganum að reika dveljandi löngum stundum hér heima. Við ræddum innihaldið, hvernig sögur það ættu að vera og frá hverjum. Hvernig bókin ætti að líta út, bókarbrotið, áferð og litir. Litagreindum friðlandið í Vatnsfirði, gerðum litaprufur og fundum út að líklega ætti bókin að taka lit af Vatnsdalsvatninu en með tóna yfir í gróðurinn sem teygir sig upp hlíðarnar og gráa litinn í hálendinu sem við tekur. Þið sjáið að hugmyndin er orðin nokkuð þróuð og nú er komið að því að láta vaða og spyrja ykkur hvort þið viljið vera með? Ég hef opnað Facebook-síðu „Sögur úr friðlandinu í Vatnsfirði“ þar sem þið getið verið í sambandi við mig, eða sent mér póst á netfangið vatnsfjardarsogur@gmail.com. Hugmyndin er svo að gefa bókina út í tilefni af hálfrar aldar afmæli friðlandsins í Vatnsfirði á næsta ári. Hvort það næst verðum við að sjá til um, en ef sögurnar koma lofa ég ykkur því að bókin mun líta dagsins ljós. Hvað segið þið, eruð þið til í þetta? Höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur – göngubók.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun