Skoðun

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mann­úðar­að­stoð

Sólveig Hauksdóttir skrifar

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mannúðaraðstoð.

Að neita sveltandi fólki á Gaza um mat og vatn.

Að neita særðu fólki á Gaza um hjálp.

Að horfa í augu deyjandi manneskju og neita henni um hjálp.

Er nokkuð ljótara til í heiminum?

Allt þetta gerir ríkisstjórn Íslands: ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Þau víla það ekki fyrir sér, með köldu blóði skal allt gert til að þóknast manndrápsöflum í Ísrael.

Úr sínu örugga skjóli horfa þau á heila þjóð á hlaupum undan sprengjuregni Ísraela, blæða út. Og þeir sem undan komast, svelta svo til bana.

Með dyggri aðstoðar Katrínar og Bjarna, sem neita fólki á Gaza um örlitla hjálp.

Þessi afstaða stríðir gegn öllum okkar hugmyndum um hvað það er að vera manneskja.

Höfundur er hjúkrunarfræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×