Enski boltinn

Shearer um Rashford: Aug­ljós­lega eitt­hvað að

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford er ekki að ná að sína sitt besta með Manchester United á þessu tímabili.
Marcus Rashford er ekki að ná að sína sitt besta með Manchester United á þessu tímabili. Getty/Simon Stacpoole

Alan Shearer hefur áhyggjur af stöðu mála hjá enska landliðsframherjanum Marcus Rashford og óttast það að hann sé að sóa sínum hæfileikum.

Rashford missti af bikarleik Manchester United í gær og opinbera skýringin var að hann væri veikur.

Fréttir höfðu þó lekið út um það að Rashford hafi skrópað á æfingu á föstudaginn en sést út á að skemmta sér út á lífinu í Belfast kvöldið áður.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að þetta væri innanhússmál sem hann myndi taka á.

Shearer vinnur sem sérfræðingur hjá BBC og hann tjáði sig í gær um stöðu mála hjá Rashford.

„Ef þetta er innanhússmál eins og Ten Hag segir þá myndi maður halda að eitthvað væri að,“ sagði Alan Shearer.

„Marcus Rashford er mjög hæfileikaríkur. Við sáum agabrot hjá honum í fyrra þegar hann mætti of seint á liðsfund. Það er augljóslega eitthvað að, annað hvort heima hjá honum eða í sambandi hans við félagið,“ sagði Shearer.

„Hann getur ekki haldið svona áfram. Hann getur ekki haldið áfram að sóa hæfileikum sínum. Hann þarf að fá skýr skilaboð frá einhverjum til sannfæra hann um hversu mikið hann mun sjá eftir þessu í lok ferilsins ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Shearer.

„Það þarf að taka á þessu núna. Þrjátíu mörk í fyrra og bara fjögur mörk á þessu tímabili. Þegar ég sé hann spila þá er eins og hann sé með allan heiminn á herðum sér. Það þarf einhver að hjálpa honum því hann ræður greinilega ekki við þetta einn,“ sagði Shearer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×