Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Hjólreiðar Fíkn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Sjá meira
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar