Enski boltinn

Á­horf­andi elti dómarann í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Port Vale er hér fjarlægður af vellinum í leik Port Vale og Portsmouth.
Stuðningsmaður Port Vale er hér fjarlægður af vellinum í leik Port Vale og Portsmouth. Getty/ Jess Hornby

Þjálfarar og starfsmenn náðu að stöðva öskureiðan áhorfanda sem hljóp á eftir dómaranum í leik Port Vale og Portsmouth í ensku C-deildinni um helgina.

Áhorfandinn hljóp í átt að dómara leiksins eftir að dómarinn hafði dæmdi víti á Port Vale liðið. Colby Bishop kom Portsmouth í 1-0 úr vítinu. Það urðu síðan lokatölur leiksins.

Vítið þótti umdeild og þessi dómur virtist fá einn stuðningsmann heimaliðsins til að algjörlega missa vitið. Hann stökk inn á völlinn til að lesa yfir dómaranum eða jafnvel eitthvað enn verra.

Craig Hicks dómari flúði undan áhorfandanum og setti stefnuna á búningsklefana áður en þjálfarar og starfsmenn náðu að stöðva reiða stuðningsmanninn.

Áhorfandinn var fjarlægður af leikvanginum og leikurinn gat haldið áfram.

Port Vale sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi hegðun áhorfandans. Félagið ætlar að vinna með réttum aðilum til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.

Portsmouth er áfram á toppi ensku C-deildarinnar eftir sigurinn en Port Vale er bara einu sæti fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×