Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2024 12:13 Frá fundi breiðfylkingar félaga innan ASÍ með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar með Samtökum atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins frá því árangurslaus fundur fór fram á fimmtudag. Breiðfylkingin fundaði innan sinna raða í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar ekki komnar í strand en boltinn væri hjá Samtökum atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir á að friðarskylda á almennum vinnumarkaði renni út á fimmtudag.Stöð 2/Einar „Ef þeim er alvara þá koma þau með meiri og einbeittari samningsvilja en þau hafa gert hingað til,“ segir Ragnar Þór. Það blasi við hvað gerist ef Samtök atvinnulífsins ásamt ríki og sveitarfélögum sjái ekki að sér þegar núgildandi samningar og þar með friðarskylda renni út á fimmtudag. „En við skulum alla vega vera bjartsýn og vona að fólk sjái tækifærin í því sem við erum að leggja fram og bjóða. Og komi með nýtt, betra og breytt viðhorf inn í viðræðurnar,“ segir formaður VR. Hugmynd Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári ef opinberir aðilar dragi gjaldskrárhækkanir sínar til baka beri að skoða í ljósi mjög mikilla gjaldskrárhækkana. Fasteigagjöld í Reykjavík hafi hækkað um 25 prósent, tryggingafélög um tíu til tólf prósent og Seðlabankinn hafi meira að segja hækkað sínar gjaldskrár um átta prósent. Það væri hins vegar langsótt að semja um engar launahækkanir á þessu ári. „Og er ekki til umræðu hjá okkur í hópnum, alla vega í breiðfylkingunni eins og sakir standa,“ segir Ragnar Þór. Gangur í viðræðum flugumferðarstjóra En fagfélögin innan ASÍ, fulltrúar opinbera markaðarins og flugumferðarstjórar funda þessa dagana hjá ríkissáttasemjara. Enn er ósamið við flugumferðarstjóra sem fóru í aðgerðir dagana 12. og 14. desember síðast liðinn sem röskuðu áætlunum í millilandaflugi og innanlandsflugi. Þeir hættu hins vegar við boðaðar aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavik. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra segir viðræður við SA potatst áfram.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir engar aðgerðir á prjónunum nú. „Staðan núna er bara ágæt. Þetta hefur smá potast í rétta átt í janúar. Þess vegna höfum við ekki verið að boða neinar frekari aðgerðir. Meðan samtalið þokast í rétta átt þá höldum við áfram,“ segir Arnar. Viðræðurnar hljóti á einhverjum tímapunkti að enda meðsamningum. Mikil óánægja hefur hins vegar verið innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra allt frá því samningar losnuðu síðast liðið haust. „Það er órói meðal sumra félagsmanna. Það er bara eins og gengur og gerist. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir Arnar Hjálmarsson. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar með Samtökum atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins frá því árangurslaus fundur fór fram á fimmtudag. Breiðfylkingin fundaði innan sinna raða í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar ekki komnar í strand en boltinn væri hjá Samtökum atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir á að friðarskylda á almennum vinnumarkaði renni út á fimmtudag.Stöð 2/Einar „Ef þeim er alvara þá koma þau með meiri og einbeittari samningsvilja en þau hafa gert hingað til,“ segir Ragnar Þór. Það blasi við hvað gerist ef Samtök atvinnulífsins ásamt ríki og sveitarfélögum sjái ekki að sér þegar núgildandi samningar og þar með friðarskylda renni út á fimmtudag. „En við skulum alla vega vera bjartsýn og vona að fólk sjái tækifærin í því sem við erum að leggja fram og bjóða. Og komi með nýtt, betra og breytt viðhorf inn í viðræðurnar,“ segir formaður VR. Hugmynd Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári ef opinberir aðilar dragi gjaldskrárhækkanir sínar til baka beri að skoða í ljósi mjög mikilla gjaldskrárhækkana. Fasteigagjöld í Reykjavík hafi hækkað um 25 prósent, tryggingafélög um tíu til tólf prósent og Seðlabankinn hafi meira að segja hækkað sínar gjaldskrár um átta prósent. Það væri hins vegar langsótt að semja um engar launahækkanir á þessu ári. „Og er ekki til umræðu hjá okkur í hópnum, alla vega í breiðfylkingunni eins og sakir standa,“ segir Ragnar Þór. Gangur í viðræðum flugumferðarstjóra En fagfélögin innan ASÍ, fulltrúar opinbera markaðarins og flugumferðarstjórar funda þessa dagana hjá ríkissáttasemjara. Enn er ósamið við flugumferðarstjóra sem fóru í aðgerðir dagana 12. og 14. desember síðast liðinn sem röskuðu áætlunum í millilandaflugi og innanlandsflugi. Þeir hættu hins vegar við boðaðar aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavik. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra segir viðræður við SA potatst áfram.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir engar aðgerðir á prjónunum nú. „Staðan núna er bara ágæt. Þetta hefur smá potast í rétta átt í janúar. Þess vegna höfum við ekki verið að boða neinar frekari aðgerðir. Meðan samtalið þokast í rétta átt þá höldum við áfram,“ segir Arnar. Viðræðurnar hljóti á einhverjum tímapunkti að enda meðsamningum. Mikil óánægja hefur hins vegar verið innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra allt frá því samningar losnuðu síðast liðið haust. „Það er órói meðal sumra félagsmanna. Það er bara eins og gengur og gerist. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir Arnar Hjálmarsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
„Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35