Gúanólýðveldið Ísland Jón Ármann Steinsson skrifar 29. janúar 2024 14:01 Allsstaðar í heiminum er gengið út frá því sem vísu að fyrirtæki starfi undir eigin lögheiti - nema bara ekki á Íslandi. Þar gilda engin lög um slíkt og því engin viðurlög í gildi fyrir óheimila notkun á firmaheitum eða vörumerkjum annarra. Á icelandia.com, er „fyrirtækið" ICELANDIA kynnt sem samstæða sex fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta eru allt „companies” í eigu Kynnisferða hf og sé þeim flett upp í firmaskrá kemur eftirfarandi í ljós: Reykjavík Excursions (afskráð) Flybus (óskráð) Icelandic Mountain Guides (afskráð) Iceland Rovers (óskráð) Dive.is (óskráð) Activity Iceland (óskráð) Þessum “companies” í „samstæðunni ICELANDIA” er lýst svona undir About Us flipanum á icelandia.com: „..each a leader in their field, ensure safe, enjoyable, and eco-conscious travels and adventures throughout Iceland.” Þá vitum við það. Það er bara eitt vandamál: ICELANDIA og reyndar öll „fyrirtækjaflóran” í eigu Kynnisferða eru óskráð lögheiti, og í lagalegum skilningi því ekki til sem fyrirtæki. Vúps...! Kennslastuldur í „sló mósjón” Það er aðeins eitt ICELANDIA skráð hjá firmaskrá og það er einkahlutafélag í minni eigu, alls ótengt ofangreindum „fyrirtækjum” Kynnisferða. Stjórn Íslandsstofu veit gjörla vel að Kynnisferðir heita ekki ICELANDIA. Ráðherra ferðamála veit það líka og allir starfsmenn ráðuneytis menningar, viðskipta og ferðamála (MVF). Ferðamálastjóri veit þetta núna líka, en það er önnur saga af hverju hann vissi það seinna en aðrir, sjá hér fyrir neðan. Reyndar veit allur ferðabransinn að stærsta ferðafyrirtæki Íslands siglir undir fölsku flaggi ICELANDIA. En fyrst allir vita þetta, af hverju er ruglið og þvælan látin viðgangast? Rebranding Kynnisferða yfir í ICELANDIA var kynnt með pomp og prakt vorið 2022. Kynnisferðir keyptu lénin icelandia.com og .is og hafa markaðssett sig sem ICELANDIA æ síðan án þess að eiga firmanafnið eða samhljóma vörumerki. Fálæti ráðuneytis ferðamála Skoðum snertifletina við stjórnkerfið. Í janúar 2023 birti stjórnarráðið fréttatilkynningu ráðuneytis MVF um ráðningu nýs ferðamálastjóra sem var sagður fyrrum leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég bað strax um leiðréttingu á atvinnusögu viðkomandi enda hafði þessi mæti maður aldrei starfað hjá ICELANDIA. Þá hófst skrítinn dans við embættismenn MVF sem upphugsuðu ótrúlegustu ástæður af hverju þeim bæri ekki, eða þeir gætu ekki, leiðrétt eitt lítið orð í tilkynningunni - og þeir höfðu betur. Orðið ICELANDIA er þar enn sem atvinnuveitandi Arnars Más Ólafssonar. Já, á vef stjórnarráðsins er ferðamálastjóri ennþá sagður fyrrum starfsmaður ICELANDIA og hann virðist vera kominn þangað til að vera. Framan af skildi ég ekki af hverju þessi ósannindi voru svona lífseig þegar embættismenn MVF áttu að vita betur. Kunnu þeir ekki að fletta upp í firmaskrá? Svo fattaði ég að þetta fálæti var einfaldlega séríslensk birtingarmynd spillingar í stjórnkerfinu. Fálætið var áhættulaust. Ákvörðunin var áhætta. Valið var einfalt. Embættismenn gátu valið að taka áhættu og leiðrétta þetta eina orð - eða ákveðið að taka enga áhættu, þegja og þagga, og láta eins og ekkert sé. Þeir völdu „ekkert sé”. Kostir þöggunar Hver var áhættan af því að leiðrétta ósannindin; út með ICELANDIA og inn með Kynnisferðir? Jú, ef ráðuneytið leiðrétti þetta eina orð þá hrykkju ótal þjóðfélagskraftar í gírinn. Samfélagsmiðlar eru gróðrarstía óánægju svo ekki sé meira sagt. Leiðréttingin væri viðurkenning MVF á að Kynnisferðir sigla undir fölsku firmaheiti og hafi gert það í tvö ár. Það yrði stórmál, væri slíkur kennslastuldur staðfestur af hæstvirtu ráðuneyti ferðamála sem hlaut einnig að bera einhverja ábyrgð á málinu, - amk siðferðilega ef ekki lagalega. Svo myndu vakna spurningar af hverju það hafi tekið svona langan tíma að leiðrétta þetta eina orð og hvað hafi tafið málið svona lengi innan ráðuneytisins. Mögulega alvarlegasta afleiðingin yrði að leiðréttingin vekti athygli á ráðningarferli ferðamálastjóra. Hæfisnefndin yrði mögulega sökuð um gúmmístimplun af því þeir sannreyndu ekki ferilskrá ferðamálastjórans. Vúps..! Allt eru þetta slæmar afleiðingar ef til koma. Að humma þetta fram af sér yrði nánast áhættulaust enda bara einn léttgeggjaður gaur úti í bæ að kvarta og kveina í tölvupóstum og greinarskrifum sem enginn les. Stjórnsýslan ætti auðveldlega að geta staðið af sér slík flóabit. Arnar Már Ólafsson var skipaður ferðamálastjóri í ársbyrjun 2022. Hann sá um rebranding Kynnisferða yfir í ICELANDIA en vissi ekki að Kynnisferðir höfðu ekki tryggt sér lögheitin. Hann skráði því fyrrum atvinnuveitanda í ferilskránna sína sem ICELANDIA, villuupplýsingar sem stjórnarráðið og ráðuneyti ferðamála hafa neitað að leiðrétta. Umboðsmaður Alþingis hunsaður Og þöggunin svínvirkar ennþá. Ennþá er undirritaður að senda tölvupósta og biðja um leiðréttingu, - og svo kvartandi til umboðsmanns alþingis þegar engin svör berast, eða þegar svörin eru út í hött. Umboðsmaður Alþingis hefur sent nokkur bréf til ráðuneytisins og nuddað málinu þannig áfram um nokkur hænufet. En leiðréttingin kemur ekki. Embættismenn MVF eru iðnir við að finna nýjar tylliástæður til að þegja, eða aðhafast ekkert þá loksins að þeir svara. Í nóvember 2023 spurði umboðsmaður ráðuneytið hreint út; af hverju leiðréttir MVF ekki þessi ósannindi eins og forsendur stjórnsýslulaga gera ráð fyrir? Ekkert svar hefur borist frá MVF nú sirka 6 vikum framyfir veittan frest sem var 18. desember í fyrra. Stóra samhengið Firmaheitið ICELANDIA er verðmætt lögheiti. Neytendur um allan heim trúa því að Kynnisferðir heiti þessu verðmæta nafni enda eiga þeir vefinn icelandia.com. Hér heima hafa menn ekki sett þetta leiðindamál í samhengi. Enginn í stjórnkerfinu virðist skilja að Kynnisferðir séu að selja ferðaþjónustu fyrir milljarða í löndum þar sem “corporate identity theft” varðar við hegningarlög. Neytendalög erlendis taka hart á falskri markaðssetningu. Ein sala í gegnum icelandia.com í New York, svo dæmi sé nefnt, gæti talist nægar forsendur fyrir málsókn takist að sanna fyrir rétti að gerandinn sé að villa á sér heimildir. Það fréttnæmasta í þessu samhengi er að stjórnkerfið “kóar” með gerandanum á Íslandi og skilja ekki alþjóðlega samhengið. Verst er að Íslandsstofa tekur þátt í gjörningnum með galopin augun og er aðal drifkrafturinn með markaðssetningarátaki sínu á viðburðum um allan heim. Já, meðan ég man, þá er Íslandsstofa að rukka heimabanka ICELANDIA ehf fyrir þátttökugjaldi Kynnisferða í átakinu. Þeir láta blekkjast og þannig smýgur kennslastuldurinn inn sem réttmæt eign firmanafns og skapar kennslaþjófnum notkunarhefð. Þetta er erfitt viðureignar þegar það eru opinberir aðilar sem verða fyrir þessu. Íslandsstofa er ekki eitt á báti en samkvæmt lögum er þeim ekki skylt að gera áreiðanaleikakönnun með uppflettingu í firmaskrá. Fyrir vikið rukkar Íslandsstofa samkeppnisaðila Kynnisferða (ICELANDIA ehf) fyrir þátttöku Kynnisferða í markaðsátaki íslenska lýðveldisins erlendis! Koma ný lög um kennslastuld? Á Íslandinu góða er kennslastuldur einkamál milli geranda og fórnarlambs, en kennslastuldur nær útfyrir öll landamæri og lagaumhverfi Íslands með tilkomu netsins. Þolandinn hér á landi hefur fá úrræði til að stöðva stuldinn, en öll dýrkeypt og tímafrek. Þolandinn þarf að tryggja að gerandinn verði ekki fyrir tjóni ef farið er fram á lögbann á notkun firmaheitisins. Það er oftast reiknað sem prósenta af veltu gerandans, í þessu tilfelli milljarðar. Gerandinn getur eignast hefðarrétt til nafnsis takist honum að tefja aðgerðir þolandans. Já, þó allir eigi að heita jafnir fyrir lögunum þá er það ekki svo hér í gúanólýðveldinu Íslandi. Því miður þarf stundum að sækja rétt sinn til útlanda þar sem viðurlög letja fyrirtæki frá því að aðhafast einmitt það sem Kynnisferðir komast upp með hér á landi. Á Íslandi geta neytendur ekki treyst því að seljendur vöru og þjónustu séu skráðir undir réttu nafni í firmaskrá. Þetta Kynnisferðamál sannar þá fullyrðingu. Það er ekkert eftirlit og engin viðurlög, lög um firmu eru til þess að tryggja skattheimtu ekki kennslastuld. Þessu er öfugt farið í útlöndunum stóru þar sem Kynnisferðir selja neytendum ferðaþjónustu fyrir milljarða á ári hverju undir fölsku firmanafni ICELANDIA, og það með fullri vitund og vilja stjórnvalda hér heima. Þarf ekki að setja lög sem koma í veg fyrir svona viðskiptahætti? En fyrst - í guðanna bænum - leiðréttið andskotans fréttatilkynninguna! Höfundur er eigandi ICELANDIA ehf og BY ICELANDIA hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Höfundarréttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Allsstaðar í heiminum er gengið út frá því sem vísu að fyrirtæki starfi undir eigin lögheiti - nema bara ekki á Íslandi. Þar gilda engin lög um slíkt og því engin viðurlög í gildi fyrir óheimila notkun á firmaheitum eða vörumerkjum annarra. Á icelandia.com, er „fyrirtækið" ICELANDIA kynnt sem samstæða sex fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta eru allt „companies” í eigu Kynnisferða hf og sé þeim flett upp í firmaskrá kemur eftirfarandi í ljós: Reykjavík Excursions (afskráð) Flybus (óskráð) Icelandic Mountain Guides (afskráð) Iceland Rovers (óskráð) Dive.is (óskráð) Activity Iceland (óskráð) Þessum “companies” í „samstæðunni ICELANDIA” er lýst svona undir About Us flipanum á icelandia.com: „..each a leader in their field, ensure safe, enjoyable, and eco-conscious travels and adventures throughout Iceland.” Þá vitum við það. Það er bara eitt vandamál: ICELANDIA og reyndar öll „fyrirtækjaflóran” í eigu Kynnisferða eru óskráð lögheiti, og í lagalegum skilningi því ekki til sem fyrirtæki. Vúps...! Kennslastuldur í „sló mósjón” Það er aðeins eitt ICELANDIA skráð hjá firmaskrá og það er einkahlutafélag í minni eigu, alls ótengt ofangreindum „fyrirtækjum” Kynnisferða. Stjórn Íslandsstofu veit gjörla vel að Kynnisferðir heita ekki ICELANDIA. Ráðherra ferðamála veit það líka og allir starfsmenn ráðuneytis menningar, viðskipta og ferðamála (MVF). Ferðamálastjóri veit þetta núna líka, en það er önnur saga af hverju hann vissi það seinna en aðrir, sjá hér fyrir neðan. Reyndar veit allur ferðabransinn að stærsta ferðafyrirtæki Íslands siglir undir fölsku flaggi ICELANDIA. En fyrst allir vita þetta, af hverju er ruglið og þvælan látin viðgangast? Rebranding Kynnisferða yfir í ICELANDIA var kynnt með pomp og prakt vorið 2022. Kynnisferðir keyptu lénin icelandia.com og .is og hafa markaðssett sig sem ICELANDIA æ síðan án þess að eiga firmanafnið eða samhljóma vörumerki. Fálæti ráðuneytis ferðamála Skoðum snertifletina við stjórnkerfið. Í janúar 2023 birti stjórnarráðið fréttatilkynningu ráðuneytis MVF um ráðningu nýs ferðamálastjóra sem var sagður fyrrum leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég bað strax um leiðréttingu á atvinnusögu viðkomandi enda hafði þessi mæti maður aldrei starfað hjá ICELANDIA. Þá hófst skrítinn dans við embættismenn MVF sem upphugsuðu ótrúlegustu ástæður af hverju þeim bæri ekki, eða þeir gætu ekki, leiðrétt eitt lítið orð í tilkynningunni - og þeir höfðu betur. Orðið ICELANDIA er þar enn sem atvinnuveitandi Arnars Más Ólafssonar. Já, á vef stjórnarráðsins er ferðamálastjóri ennþá sagður fyrrum starfsmaður ICELANDIA og hann virðist vera kominn þangað til að vera. Framan af skildi ég ekki af hverju þessi ósannindi voru svona lífseig þegar embættismenn MVF áttu að vita betur. Kunnu þeir ekki að fletta upp í firmaskrá? Svo fattaði ég að þetta fálæti var einfaldlega séríslensk birtingarmynd spillingar í stjórnkerfinu. Fálætið var áhættulaust. Ákvörðunin var áhætta. Valið var einfalt. Embættismenn gátu valið að taka áhættu og leiðrétta þetta eina orð - eða ákveðið að taka enga áhættu, þegja og þagga, og láta eins og ekkert sé. Þeir völdu „ekkert sé”. Kostir þöggunar Hver var áhættan af því að leiðrétta ósannindin; út með ICELANDIA og inn með Kynnisferðir? Jú, ef ráðuneytið leiðrétti þetta eina orð þá hrykkju ótal þjóðfélagskraftar í gírinn. Samfélagsmiðlar eru gróðrarstía óánægju svo ekki sé meira sagt. Leiðréttingin væri viðurkenning MVF á að Kynnisferðir sigla undir fölsku firmaheiti og hafi gert það í tvö ár. Það yrði stórmál, væri slíkur kennslastuldur staðfestur af hæstvirtu ráðuneyti ferðamála sem hlaut einnig að bera einhverja ábyrgð á málinu, - amk siðferðilega ef ekki lagalega. Svo myndu vakna spurningar af hverju það hafi tekið svona langan tíma að leiðrétta þetta eina orð og hvað hafi tafið málið svona lengi innan ráðuneytisins. Mögulega alvarlegasta afleiðingin yrði að leiðréttingin vekti athygli á ráðningarferli ferðamálastjóra. Hæfisnefndin yrði mögulega sökuð um gúmmístimplun af því þeir sannreyndu ekki ferilskrá ferðamálastjórans. Vúps..! Allt eru þetta slæmar afleiðingar ef til koma. Að humma þetta fram af sér yrði nánast áhættulaust enda bara einn léttgeggjaður gaur úti í bæ að kvarta og kveina í tölvupóstum og greinarskrifum sem enginn les. Stjórnsýslan ætti auðveldlega að geta staðið af sér slík flóabit. Arnar Már Ólafsson var skipaður ferðamálastjóri í ársbyrjun 2022. Hann sá um rebranding Kynnisferða yfir í ICELANDIA en vissi ekki að Kynnisferðir höfðu ekki tryggt sér lögheitin. Hann skráði því fyrrum atvinnuveitanda í ferilskránna sína sem ICELANDIA, villuupplýsingar sem stjórnarráðið og ráðuneyti ferðamála hafa neitað að leiðrétta. Umboðsmaður Alþingis hunsaður Og þöggunin svínvirkar ennþá. Ennþá er undirritaður að senda tölvupósta og biðja um leiðréttingu, - og svo kvartandi til umboðsmanns alþingis þegar engin svör berast, eða þegar svörin eru út í hött. Umboðsmaður Alþingis hefur sent nokkur bréf til ráðuneytisins og nuddað málinu þannig áfram um nokkur hænufet. En leiðréttingin kemur ekki. Embættismenn MVF eru iðnir við að finna nýjar tylliástæður til að þegja, eða aðhafast ekkert þá loksins að þeir svara. Í nóvember 2023 spurði umboðsmaður ráðuneytið hreint út; af hverju leiðréttir MVF ekki þessi ósannindi eins og forsendur stjórnsýslulaga gera ráð fyrir? Ekkert svar hefur borist frá MVF nú sirka 6 vikum framyfir veittan frest sem var 18. desember í fyrra. Stóra samhengið Firmaheitið ICELANDIA er verðmætt lögheiti. Neytendur um allan heim trúa því að Kynnisferðir heiti þessu verðmæta nafni enda eiga þeir vefinn icelandia.com. Hér heima hafa menn ekki sett þetta leiðindamál í samhengi. Enginn í stjórnkerfinu virðist skilja að Kynnisferðir séu að selja ferðaþjónustu fyrir milljarða í löndum þar sem “corporate identity theft” varðar við hegningarlög. Neytendalög erlendis taka hart á falskri markaðssetningu. Ein sala í gegnum icelandia.com í New York, svo dæmi sé nefnt, gæti talist nægar forsendur fyrir málsókn takist að sanna fyrir rétti að gerandinn sé að villa á sér heimildir. Það fréttnæmasta í þessu samhengi er að stjórnkerfið “kóar” með gerandanum á Íslandi og skilja ekki alþjóðlega samhengið. Verst er að Íslandsstofa tekur þátt í gjörningnum með galopin augun og er aðal drifkrafturinn með markaðssetningarátaki sínu á viðburðum um allan heim. Já, meðan ég man, þá er Íslandsstofa að rukka heimabanka ICELANDIA ehf fyrir þátttökugjaldi Kynnisferða í átakinu. Þeir láta blekkjast og þannig smýgur kennslastuldurinn inn sem réttmæt eign firmanafns og skapar kennslaþjófnum notkunarhefð. Þetta er erfitt viðureignar þegar það eru opinberir aðilar sem verða fyrir þessu. Íslandsstofa er ekki eitt á báti en samkvæmt lögum er þeim ekki skylt að gera áreiðanaleikakönnun með uppflettingu í firmaskrá. Fyrir vikið rukkar Íslandsstofa samkeppnisaðila Kynnisferða (ICELANDIA ehf) fyrir þátttöku Kynnisferða í markaðsátaki íslenska lýðveldisins erlendis! Koma ný lög um kennslastuld? Á Íslandinu góða er kennslastuldur einkamál milli geranda og fórnarlambs, en kennslastuldur nær útfyrir öll landamæri og lagaumhverfi Íslands með tilkomu netsins. Þolandinn hér á landi hefur fá úrræði til að stöðva stuldinn, en öll dýrkeypt og tímafrek. Þolandinn þarf að tryggja að gerandinn verði ekki fyrir tjóni ef farið er fram á lögbann á notkun firmaheitisins. Það er oftast reiknað sem prósenta af veltu gerandans, í þessu tilfelli milljarðar. Gerandinn getur eignast hefðarrétt til nafnsis takist honum að tefja aðgerðir þolandans. Já, þó allir eigi að heita jafnir fyrir lögunum þá er það ekki svo hér í gúanólýðveldinu Íslandi. Því miður þarf stundum að sækja rétt sinn til útlanda þar sem viðurlög letja fyrirtæki frá því að aðhafast einmitt það sem Kynnisferðir komast upp með hér á landi. Á Íslandi geta neytendur ekki treyst því að seljendur vöru og þjónustu séu skráðir undir réttu nafni í firmaskrá. Þetta Kynnisferðamál sannar þá fullyrðingu. Það er ekkert eftirlit og engin viðurlög, lög um firmu eru til þess að tryggja skattheimtu ekki kennslastuld. Þessu er öfugt farið í útlöndunum stóru þar sem Kynnisferðir selja neytendum ferðaþjónustu fyrir milljarða á ári hverju undir fölsku firmanafni ICELANDIA, og það með fullri vitund og vilja stjórnvalda hér heima. Þarf ekki að setja lög sem koma í veg fyrir svona viðskiptahætti? En fyrst - í guðanna bænum - leiðréttið andskotans fréttatilkynninguna! Höfundur er eigandi ICELANDIA ehf og BY ICELANDIA hf.
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun