Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2024 19:20 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samflot bandalagsins með BHM og KÍ leggja áherslu á að samstaða náist á öllum vinnumarkaðnum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhem Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. Á sama tíma og algert frost er í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins sitja fagfélögin innan ASÍ samningafundi með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara. Hann sá ekki flöt á því að boða breiðfylkinguna og SA til fundar í dag en þessir aðilar hafa ekki fundað eftir árangurslausan fund á fimmtudag. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ágætan gang í viðræðum fagfélaganna inna ASÍ hjá ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson sem fer fyrir fagfélögunum segir hins vegar að fundum verði haldið áfram á meðan einhver gangur væri í viðræðunum. Samningar á almenna vinnumarkaðnum renna út á fimmtudag og þar með friðarskyldan. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir ekki ástæðu til að boða til aðgerða á meðan viðræðurnar við SA "potist áfram."Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa einnig fundað með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga. Arnar Hjálmsson formaður félags þeirra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræðurnar „potuðust í rétta átt“ og á meðan væri ekki ástæða til að boða til aðgerða. Í desember varð hins vegar mikil röskun á bæði millilandaflugi og innanlandsflugi vegna tveggja daga aðgerða flugumferðarstjóra. Þeir hættu síðan við aðrar tveggja daga aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavík. Þá er samflot stéttarfélaga fólks í opinberri þjónustu, BHM, BSRB og KÍ að hefja viðræður við ríki og sveitarfélög, en þeirra samningar renna ekki út fyrr en 31. mars. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samhljóm í kröfum samflots opinberra stéttarfélaga og breiðfylkingarinnar um aðkomu ríkisins að nýjum kjarasamningum. Vísir/Vilhelm „Það er alla vega samhljómur í okkar baklandi um að meginverkefnið sé að stemma stigu við vöxtum og verðbólgu. Þannig að það er gott að það er samtakamáttur í því. Svo eru auðvitað ýmis sérverkefni sem við verðum að horfa til ef það er verið að horfa til langtíma kjarasamnings,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Opinberu félögin í samflotinu væru þó ekki tilbúin til að semja til fimm ára eins og Samtök atvinnulífsins hefðu óskað eftir í viðræðum við breiðfylkinguna. „Það er verið að horfa til þess að við gerum langtíma kjarasamning til að tryggja stöðugleika í þeim efnum. Það séu skýr skilaboð út á markaðinn. En ég get ekki sagt að nokkur sé að horfa til fimm ára samnings. Frekar til þriggja ára,“ segir Sonja Ýr. Það væri samhljómur með kröfum opinberu félaganna og breiðfylkingarinnar þar sem stórir hópa innan BSRB væru á lægstu laununum upp að meðaltekjum. Aðilar hefðu því verið samstíga í kröfum gagnvart stjórnvöldum um hækkun barna- og vaxtabóta og svo framvegis. Enda hafi framlög til tilfærslukerfanna staðið í stað í mörg ár. „Þannig að auðvitað þarf það að breytast. Það þarf að koma þeim raunverulega þannig að þau þjóni markmiðum sínum en líka tryggja að þau séu að þróast í takt við launin. Þar til viðbótar höfum við lagt ríka áherslu á endurmat á virði kvennastarfa og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Á sama tíma og algert frost er í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins sitja fagfélögin innan ASÍ samningafundi með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara. Hann sá ekki flöt á því að boða breiðfylkinguna og SA til fundar í dag en þessir aðilar hafa ekki fundað eftir árangurslausan fund á fimmtudag. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ágætan gang í viðræðum fagfélaganna inna ASÍ hjá ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson sem fer fyrir fagfélögunum segir hins vegar að fundum verði haldið áfram á meðan einhver gangur væri í viðræðunum. Samningar á almenna vinnumarkaðnum renna út á fimmtudag og þar með friðarskyldan. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir ekki ástæðu til að boða til aðgerða á meðan viðræðurnar við SA "potist áfram."Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa einnig fundað með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga. Arnar Hjálmsson formaður félags þeirra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræðurnar „potuðust í rétta átt“ og á meðan væri ekki ástæða til að boða til aðgerða. Í desember varð hins vegar mikil röskun á bæði millilandaflugi og innanlandsflugi vegna tveggja daga aðgerða flugumferðarstjóra. Þeir hættu síðan við aðrar tveggja daga aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavík. Þá er samflot stéttarfélaga fólks í opinberri þjónustu, BHM, BSRB og KÍ að hefja viðræður við ríki og sveitarfélög, en þeirra samningar renna ekki út fyrr en 31. mars. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samhljóm í kröfum samflots opinberra stéttarfélaga og breiðfylkingarinnar um aðkomu ríkisins að nýjum kjarasamningum. Vísir/Vilhelm „Það er alla vega samhljómur í okkar baklandi um að meginverkefnið sé að stemma stigu við vöxtum og verðbólgu. Þannig að það er gott að það er samtakamáttur í því. Svo eru auðvitað ýmis sérverkefni sem við verðum að horfa til ef það er verið að horfa til langtíma kjarasamnings,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Opinberu félögin í samflotinu væru þó ekki tilbúin til að semja til fimm ára eins og Samtök atvinnulífsins hefðu óskað eftir í viðræðum við breiðfylkinguna. „Það er verið að horfa til þess að við gerum langtíma kjarasamning til að tryggja stöðugleika í þeim efnum. Það séu skýr skilaboð út á markaðinn. En ég get ekki sagt að nokkur sé að horfa til fimm ára samnings. Frekar til þriggja ára,“ segir Sonja Ýr. Það væri samhljómur með kröfum opinberu félaganna og breiðfylkingarinnar þar sem stórir hópa innan BSRB væru á lægstu laununum upp að meðaltekjum. Aðilar hefðu því verið samstíga í kröfum gagnvart stjórnvöldum um hækkun barna- og vaxtabóta og svo framvegis. Enda hafi framlög til tilfærslukerfanna staðið í stað í mörg ár. „Þannig að auðvitað þarf það að breytast. Það þarf að koma þeim raunverulega þannig að þau þjóni markmiðum sínum en líka tryggja að þau séu að þróast í takt við launin. Þar til viðbótar höfum við lagt ríka áherslu á endurmat á virði kvennastarfa og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13
„Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35