Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 18:57 Herstöðin Tower 22 í Jórdaníu. AP/Planet Labs Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans. Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans.
Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44