„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 10:30 Deandre Kane er mjög litríkur og skemmtilegur leikmaður. Grindvíkingar eru alltaf skeinuhættir með svo öflugan leikmann innanborðs. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér. Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér.
Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira