Enski boltinn

United skoðar mögu­leika sína eftir að hafa dottið út úr deildabikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum.
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum. getty/Charlotte Tattersall

Manchester United er afar ósátt með hvernig liðið datt úr leik í enska deildabikarnum og ætlar að skoða hvaða möguleika það á í stöðunni.

Í gær voru þrjú stig dregin af Aston Villa fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik gegn Sunderland. Villa vann leikinn upphaflega, 7-0, en eftir úrskurð enska knattspyrnusambandsins færðust stigin yfir á Sunderland.

Eftir úrskurðinn fer Sunderland áfram sem sigurvegari A-riðils en Villa fer áfram sem annað af þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna.

United lenti í 2. sæti B-riðils og komst áfram í átta liða úrslit. En eftir að Villa datt niður í 2. sæti A-riðils þýddi það að United komst ekki áfram. United var með betri árangur en Sunderland en ekki Villa.

Eftir þessar vendingar sendi United frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagði að grafið hefði verið undan heilindum keppninnar og kvennaboltans. Jafnframt kom fram að United ætlaði að kanna stöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×