Innlent

Mót­mæltu í ellefta skiptið við Ráð­herra­bú­staðinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mótmælendur hrópuðu að Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra þegar hann mætti til ríkisstjórnarfundar.
Mótmælendur hrópuðu að Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra þegar hann mætti til ríkisstjórnarfundar. Vísir/Vilhelm

Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn.

Í tilkynningu frá félaginu segir að mótmælin séu til þess að sýna Palestínufólki stuðning, fordæma aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda og krefjast þess að ráðafólk landsins svari kröfum almennings um alvöru aðgerðir til stuðnings Palestínu.

Hópurinn segir íslenska og aðra vestræna þjóðarleiðtoga auk alþjóðastofnana ekkert gera til þess að stöðva þjóðernishreinsanir. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hafi auk þess gert Ísland að virkum þátttakanda í þjóðarmorði með því að stöðva greiðslur íslenska ríkisins til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

Um er að ræða ellefta skiptið sem hópurinn mótmælir fyrir framan Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm

Meðal mótmælenda sem mættu var Magga Stína, tónlistarkona og aðgerðarsinni. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Betra ef Bjarni hefði rætt hug­­­myndir sínar við nefndina

Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×