Palestínumenn reistu snjóskýli á Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 10:43 Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki Vísir/Vilhelm Palestínskir mótmælendur sem hafst hafa við í tjaldbúðum á Austurvelli undanfarnar fimm vikur, hafa nú reist nokkurskonar snjóvirki í stað tjaldbúðanna. Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir
Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00