Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:30 Blaðamaður ræddi við grínistana Jakob Birgis, Sögu Garðars, Sóla Hólm, Steiney Skúla og Vigdísi Hafliða um hvað þau eru að horfa á um þessar mundir. SAMSETT Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? Flestir kannast við offramboð af alls kyns efni og því getur verið heldur flókið að velja. Að þessu sinni heyrum við í grínistum landsins, sem luma á ýmsum hugmyndum. Sóli Hólm, grínisti: „Hámhorfið á mínu heimili er tvíþætt. Annars vegar það sem ég horfi á einn og hinsvegar það sem ég og Viktoría, eiginkona mín horfum á saman. Eða reynum öllu heldur að horfa á saman. Síðasta sem við Viktoría kláruðum að horfa á var lokaþáttaröðin af Venjulegu fólki og þar á undan önnur þáttaröðin af White Lotus. Við tókum svo fyrstu fjóra þættina af Húsó í einni beit og höfum verið mjög ánægð með þetta allt saman. Heyrðu jú, svo var bresk þáttaröð sem heitir Fool me once að koma út á Netflix. Við horfðum á þá þáttaröð úti á Spáni og það voru blendnar tilfinningar. Það er nefnilega fínasta plott og góð saga en hinsvegar er leitun að eins slæmum leik og boðið er upp á þar. Ein verst leikna þáttaröð sem ég hef horft á lengi. Við hjónin ætlum næst að klára þáttaröðina Heima er best í Sjónvarpi Símans og auðvitað True Detective. Ég er meiri nátthrafn en Viktoría þannig á ég lifi í raun tvöföldu hámhorfslífi, með og án Viktoríu. Ég hef nýlokið að horfa á þáttaröð tvö af DNA, svo tók ég tvö fangelsisdrömu í beit: Bresku þáttaröðina The Walk in og dönsku þættina Huset. Ég er í klemmu með Succession sem ég á allt eftir því ég veit ekki hvort ég vilji horfa á það einn eða hvort ég eigi að nenna að halda Viktoríu vakandi yfir því. Já, hámhorfslífið er flókið.“ Steiney Skúladóttir, spunaleikkona og dagskrárgerðarkona: „Ég var að klára að hámhorfa (ólöglega) Jury Duty. Þetta er í raun átta þátta falin myndavél þar sem allir eru leikarar nema einn sem heldur að hann sé að taka þátt í heimildamynd um ameríska fyrirbærið Jury Duty. Það er stöðugt verið að láta skrýtna hluti koma upp og ég skil ekki hvernig allir leikararnir ná að halda andliti. Síðan hef ég verið mjög dugleg að hámhorfa allar nýju íslensku seríurnar; Heima er best, Iceguys, Svo lengi sem við lifum, Kennarastofuna og Húsó að sjálfsögðu.“ Vigdís Hafliðadóttir, grínisti, tónlistarkona og meðlimur FLOTT: „Ég er nýbúin að klára Bojack Horseman aftur sem eru framúrskarandi þættir – hágæða grín með alvörugefnum undirtón. Ég var með svo mikið fráhvarf og saknaði breysku vina minna í Hollywoo að ég skellti mér beint til vina minna í Scranton og er byrjuð á The Office, líka aftur. Gott grín er gott grín! Í dramanu er ég að sjálfsögðu að fylgjast með Húsó og True Detective og finnst gaman að sjá hvað við eigum marga góða leikara hérna. En aftur að gríni. Ég er líka búin með Kennarastofuna og tel niður í nýja seríu af Abbott Elementary, sem gerist einmitt líka í skóla og er í sama grínstíl og The Office en samt allt annað. Já, ég horfi mjög mikið á þætti.“ Jakob Birgisson, grínisti: „Ég horfi ekki mikið á sjónvarp, en við Sólveig konan mín erum núna að fara í gegnum allar seríurnar af Klovn. Sumt af þessu gamla hafði ég ýmist séð fyrir löngu eða átt eftir. Magnað hvað þetta er vel skrifað. Annars reyni ég að horfa á flest íslenskt sem kemur út. Ég mæli til dæmis með Heima er best á Símanum. Svo er Skóli lífsins, uppistandið mitt, líka sýnt á Símanum. En ég er reyndar ekki mikið að horfa á sjálfan mig aftur og aftur. Við horfum alltaf á Heimsókn á miðvikudögum og Idol á föstudögum, á Stöð 2. Ég held að Anna Fanney vinni. Ég er eiginlega að fatta núna að ég horfi mjög mikið á sjónvarp.“ Saga Garðarsdóttir, grínisti og leikkona: „Ég er svo mikið að glápa núna því ég er í fæðingarorlofi. Ókei, takið penna og blað og punktið þetta hjá ykkur: Það eiga allir að horfa á bíómyndina Triangle of sadness. Ég meina afhverju að gera bíómyndir ef þær eru ekki svona?! Mad men - horfðum á allar seríurnar í óléttunni. Það var svo gaman enda ótrúlega vel skrifað og leikið og ég elska allar kvenpersónurnar! Og öll fötin! Ég meina afhverju að gera sjónvarpsseríur ef þær eru ekki svona?! Nú erum við svo að horfa á Boardwalk Empire með Steve Buscemi. Hann er alveg magnaður. Hann var bæði uppistandandari og slökkviliðsmaður í NY og svo fór leikaraferill hans á flug. Þegar hryðjuverkaárásirnar urðu 9/11 þá gekk hann aftur til liðs við slökkviliðið og tók vaktir til að hjálpa. Ég meina afhverju að vera til ef maður er ekki svona?! Svo er ég líka að horfa á Love Island seríu 2 meðan ég dúa í hnjánum með nýfæddan son minn í fanginu að reyna að freta. Það á mjög vel saman. Það er hrein unun að horfa á heimska Breta spranga um á sundfötum og kela undir sæng. Ég meina afhverju að vera í fæðingarorlofi ef kona er ekki að horfa á raunveruleikaþátt?“ Hámhorfið Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Flestir kannast við offramboð af alls kyns efni og því getur verið heldur flókið að velja. Að þessu sinni heyrum við í grínistum landsins, sem luma á ýmsum hugmyndum. Sóli Hólm, grínisti: „Hámhorfið á mínu heimili er tvíþætt. Annars vegar það sem ég horfi á einn og hinsvegar það sem ég og Viktoría, eiginkona mín horfum á saman. Eða reynum öllu heldur að horfa á saman. Síðasta sem við Viktoría kláruðum að horfa á var lokaþáttaröðin af Venjulegu fólki og þar á undan önnur þáttaröðin af White Lotus. Við tókum svo fyrstu fjóra þættina af Húsó í einni beit og höfum verið mjög ánægð með þetta allt saman. Heyrðu jú, svo var bresk þáttaröð sem heitir Fool me once að koma út á Netflix. Við horfðum á þá þáttaröð úti á Spáni og það voru blendnar tilfinningar. Það er nefnilega fínasta plott og góð saga en hinsvegar er leitun að eins slæmum leik og boðið er upp á þar. Ein verst leikna þáttaröð sem ég hef horft á lengi. Við hjónin ætlum næst að klára þáttaröðina Heima er best í Sjónvarpi Símans og auðvitað True Detective. Ég er meiri nátthrafn en Viktoría þannig á ég lifi í raun tvöföldu hámhorfslífi, með og án Viktoríu. Ég hef nýlokið að horfa á þáttaröð tvö af DNA, svo tók ég tvö fangelsisdrömu í beit: Bresku þáttaröðina The Walk in og dönsku þættina Huset. Ég er í klemmu með Succession sem ég á allt eftir því ég veit ekki hvort ég vilji horfa á það einn eða hvort ég eigi að nenna að halda Viktoríu vakandi yfir því. Já, hámhorfslífið er flókið.“ Steiney Skúladóttir, spunaleikkona og dagskrárgerðarkona: „Ég var að klára að hámhorfa (ólöglega) Jury Duty. Þetta er í raun átta þátta falin myndavél þar sem allir eru leikarar nema einn sem heldur að hann sé að taka þátt í heimildamynd um ameríska fyrirbærið Jury Duty. Það er stöðugt verið að láta skrýtna hluti koma upp og ég skil ekki hvernig allir leikararnir ná að halda andliti. Síðan hef ég verið mjög dugleg að hámhorfa allar nýju íslensku seríurnar; Heima er best, Iceguys, Svo lengi sem við lifum, Kennarastofuna og Húsó að sjálfsögðu.“ Vigdís Hafliðadóttir, grínisti, tónlistarkona og meðlimur FLOTT: „Ég er nýbúin að klára Bojack Horseman aftur sem eru framúrskarandi þættir – hágæða grín með alvörugefnum undirtón. Ég var með svo mikið fráhvarf og saknaði breysku vina minna í Hollywoo að ég skellti mér beint til vina minna í Scranton og er byrjuð á The Office, líka aftur. Gott grín er gott grín! Í dramanu er ég að sjálfsögðu að fylgjast með Húsó og True Detective og finnst gaman að sjá hvað við eigum marga góða leikara hérna. En aftur að gríni. Ég er líka búin með Kennarastofuna og tel niður í nýja seríu af Abbott Elementary, sem gerist einmitt líka í skóla og er í sama grínstíl og The Office en samt allt annað. Já, ég horfi mjög mikið á þætti.“ Jakob Birgisson, grínisti: „Ég horfi ekki mikið á sjónvarp, en við Sólveig konan mín erum núna að fara í gegnum allar seríurnar af Klovn. Sumt af þessu gamla hafði ég ýmist séð fyrir löngu eða átt eftir. Magnað hvað þetta er vel skrifað. Annars reyni ég að horfa á flest íslenskt sem kemur út. Ég mæli til dæmis með Heima er best á Símanum. Svo er Skóli lífsins, uppistandið mitt, líka sýnt á Símanum. En ég er reyndar ekki mikið að horfa á sjálfan mig aftur og aftur. Við horfum alltaf á Heimsókn á miðvikudögum og Idol á föstudögum, á Stöð 2. Ég held að Anna Fanney vinni. Ég er eiginlega að fatta núna að ég horfi mjög mikið á sjónvarp.“ Saga Garðarsdóttir, grínisti og leikkona: „Ég er svo mikið að glápa núna því ég er í fæðingarorlofi. Ókei, takið penna og blað og punktið þetta hjá ykkur: Það eiga allir að horfa á bíómyndina Triangle of sadness. Ég meina afhverju að gera bíómyndir ef þær eru ekki svona?! Mad men - horfðum á allar seríurnar í óléttunni. Það var svo gaman enda ótrúlega vel skrifað og leikið og ég elska allar kvenpersónurnar! Og öll fötin! Ég meina afhverju að gera sjónvarpsseríur ef þær eru ekki svona?! Nú erum við svo að horfa á Boardwalk Empire með Steve Buscemi. Hann er alveg magnaður. Hann var bæði uppistandandari og slökkviliðsmaður í NY og svo fór leikaraferill hans á flug. Þegar hryðjuverkaárásirnar urðu 9/11 þá gekk hann aftur til liðs við slökkviliðið og tók vaktir til að hjálpa. Ég meina afhverju að vera til ef maður er ekki svona?! Svo er ég líka að horfa á Love Island seríu 2 meðan ég dúa í hnjánum með nýfæddan son minn í fanginu að reyna að freta. Það á mjög vel saman. Það er hrein unun að horfa á heimska Breta spranga um á sundfötum og kela undir sæng. Ég meina afhverju að vera í fæðingarorlofi ef kona er ekki að horfa á raunveruleikaþátt?“
Hámhorfið Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30