Manninum var gefið að sök að ógna lífi, heilsu og velferð maka síns með því að veitast að henni með ofbeldi. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana með barnastól í höfuðið.
Fyrir vikið hlaut konan tveggja sentímetra langan opinn skurð á enni sem þurfti að sauma saman með þremur sporum.
Maðurinn játaði skýlaust sök í málinu og dómurinn sá ekki ástæðu til að draga hana í efa. Samkvæmt sakarvottorði mannsins hafði hann ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður.
Líkt og áður segir hlaut hann sextíu daga skilorðsbundinn dóm og er gert að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talinn laun verjanda síns.