Häcken í átta liða úrslit og Chelsea vann stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 19:40 Chelsea vann stórsigur er liðið tryggði sér sigur í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Franco Arland/Getty Images Sænska félagið Häcken tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann 1-0 útisigur gegn Real Madrid í D-riðli í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 4-0 stórsigur gegn Paris FC á útivelli. Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira