Keflvíkingar voru með yfirhöndina frá fyrstu mínútu er liðið tók á móti Þórsurum. Liðið leiddi með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta og heimakonur höfðu 23 stiga sigur þegar flauta var til hálfleiks, staðan 49-26.
Áfram héldu Keflvíkinar að þjarma að Þórsurum í síðari hálfleik og náði liðið mest 36 stiga forskoti undir lok þriðja leikhluta. Þórsarar klóruðu lítillega í bakkann í fjórða leikhluta, en þá voru úrslitin þegar ráðin og Keflvíkingar unnu að lokum 29 stiga sigur, 97-68.
Thelma Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru stigahæstar í liði heimakvenna með 22 stig hvor, en í liði gestanna var Madison Sutton atkvæðamest með 24 stig.
Þá unnu Haukar sex stiga sigur gegn Fjölni á sama tíma, 58-52. Gestirnir í Fjölni leiddu með tólf stiga mun að loknum fyrsta leikhluta, en Haukakonur minnkuðu muninn niður í eitt stig fyrir hlé.
Í síðari hálfleik reyndust heimakonur sterkari og niðurstaðan varð að lokum sex stiga sigur Hauka, 58-52.