Malí og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:54 Evidence Makgopa skoraði fyrra mark Suður-Afríku í kvöld. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Malí og Suður-Afríka tryggðu sér í kvöld sæi í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Suður-Afríka lagði Marokkó 2-0 og Malí vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira