Framfaramálin oft ávextir kjarasamninga Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 31. janúar 2024 07:30 Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun