Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 11:34 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem var fámennt í morgun. Vísir/Vilhelm Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21