Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 19:56 Justin Mohn, eftir að hann var handtekinn í gær. AP Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“ Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“
Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira