Giga bætist við Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Norbertas Giga sýndi styrk sinn með Haukum á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Nýliðar Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta tilkynntu um sannkallaða „risaviðbót“ fyrir lok félagaskiptagluggans. Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“ UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira