Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:05 Zuckerberg snéri sér við og ávarpaði fjölskyldurnar í salnum. Getty/Anna Moneymaker „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira