Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fékk leyfi til að stunda endurhæfinguna á heimavígstöðvunum.
Það birtust síðan myndir af Neymar úr gleðskapnum á samfélagsmiðlum og þar bentu einhverjir á það að hann væri búinn að bæta svolítið á sig.
'Suck it haters': Neymar hits back at fat jibes
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024
Brazil forward Neymar has hit back at critics who suggested he is fat, suggesting any added mass is "beauty weight."https://t.co/NLJIGPo36g
Neymar sleit krossband í landsleik Brasilíu og Argentínu í október og hinn 31 árs gamli framherji þurfti að gangast undir stóra hnéaðgerð. Hann hefur auðvitað ekkert spilað fótbolta síðan.
Fituskömmin gekk svo langt að sumir voru búnir að eiga við myndirnar af Neymar og gera hann enn myndarlegri um sig miðjan.
Neymar var ekki sáttur og svaraði fyrir sig með myndbandi á Instagram.
„Var að klára æfingu,“ sagði Neymar. „Ég hef bætt á mig nokkrum fegurðarkílóum en feitur? Nei ég held nú ekki,“ sagði Neymar og lyfti upp bolnum.
Neymar endaði síðan myndbandið á því að gefa gagnrýnendum sínum fingurinn og segja: „Étið það sem úti frís, hælbítar,“ sagði Neymar.
| Neymar responds to those who claim he is overweight:
— CentreGoals. (@centregoals) January 30, 2024
"Okay, overweight. But fat? I don't think so! Take it, haters! Give it up or run away!"pic.twitter.com/EkV1oEyRJ4