Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður í Karphúsinu sem nú standa yfir. 

Fundað var í gær og aftur í morgun eftir tæplega viku hlé þar á undan og hreyfing virðist komin á málin.

Þá verður rætt við formann bæjarráðs Grindavíkur sem segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga.

Að auki fjöllum við um verðlækkun hjá IKEA sem tilkynnt var um í morgun en framkvæmdastjórinn segir þetta mögulegt eftir að hafa endursamið við birgja. Með þessu leggi IKEA sitt lóð á vogarskálarnar til að ná niður verðbólgu og greiða fyrir nýjum kjarasamningum.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um körfubolta, bæði karla og kvennamegin. Og að auki verður gaumur gefinn að félagaskiptaglugganum í ensku úrvalsdeildinni sem lokast í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×