Lífið

Óttast að kirkju­garður verði skot­mark í deilum rappara

Jón Þór Stefánsson skrifar
Megan Thee Stallion og Nicki Minaj hafa eldað grátt silfur að undanförnu.
Megan Thee Stallion og Nicki Minaj hafa eldað grátt silfur að undanförnu. EPA

Viðbúnaður við kirkjugarð í Texas-ríki Bandaríkjanna hefur verið aukinn vegna deilna rapparanna Nicki Minaj og Megan Thee Stallion.

Móðir Megan, Holly Thomas sem lést árið 2019, hvílir í kirkjugarðinum, en umsjónarmenn hans hafa óskað eftir aukinni viðveru lögreglu og öryggisgæslu við garðinn.

TMZ greinir frá þessu. Samkvæmt miðlinum hafa einhverjir meðlimir stuðningsfólks Nicki Minaj, sem kalla sig Barbz, opinberað staðsetningu grafar móður Megan, Holly Thomas, á samfélagsmiðlum. Þar að auki hvöttu einhverjir til þess að skemmdarverk yrðu framin á grafreitnum.

Yfirvöld hafa þó greint frá því að engin spellvirki hafi verið unnin á leiðinu, eða í kirkjugarðinum.

Vísir fjallaði á dögunum um deilur rapparanna á dögunum. Megan Thee Stallion rappaði um kynferðisafbrot eiginmanns Nicki Minaj sem svaraði um hæl og rappaði um vaxtarlag Megan og lagði sérstaka áherslu á fætur hennar.

Þá tók Nicki móður Megan fyrir, sem einhverjir telja að hafi orðið til þess að kirkjugarðurinn hafi orðið skotmark aðdáenda hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.