Loftlagsráðstefnan í Eyðimörkinni - COP28 Óli Torfason skrifar 1. febrúar 2024 13:31 Ég fór til Arabíu á dögunum, nánar tiltekið til Dubai í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. Ástæða ferðar minnar var loflagsráðastefna sameinuðu þjóðanna, eða COP28. Ég fór þangað ásamt samstarfsmönnum mínum hjá International Carbon Registry (ICR), við fengum sæti í sendinefnd Íslands í gegnum Grænvang. Sendinefndin var skipuð ráðamönnum og fagfólki bæði frá og opinbera geiranum og atvinnulífinu . Tilgangur ferðarinnar var margskonar. Hann var til þess að læra, kynnast fólki og sum okkar vorum að reyna að búa til viðskipti, enda eru loftlagsmál vaxandi atvinnugrein og loftlagsbreytingar stærsta áskorun okkar kynslóðar og til þess þarf samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins. Fyrir okkur hjá ICR var sérstaklega skemmtilegt að hitta fjöda fólks í eigin persónu sem við höfðum bara hitt á fjarfundum til þessa. Dubai er líka stórmerkileg borg og að einhverju leyti kristallast andstæðu póll Íslands í henni. Því eins ólík og þessi tvö lönd eru þá eiga þau margt sameiginlegt. Bæði lönd eru háð náttúru auðlindunum sínum ti þess að lifa af, en á afar mismunandi hátt. Til að ramma þetta inn, þá nota þau eld frá olíu til þess að kæla húsin og vernda sig frá hitanum, á meðan við notum heitt vatn til þess að hita upp húsin og verja okkur frá kuldanum. Dubai var hirðingjaland fram til 1958, að mestu rafmagnslaust. Árið 1958 finnst olía og síðan þá hefur uppbyggingin í landinu verið gríðarlega hröð ekki ósvipað Íslandi sem var ein fátækasta evrópuþjóðin árið “fyrir stríð” en er nú ein sú ríkasta. Aftur að ráðstefnunni Ráðstefnan var haldin í Expo city sem er ráðstefnuborg, sem byggð var á um 4 ferkílómetrasvæði fyrir heimssýninguna 2020. Til þess að setja stærðina í samhengi þá er Seltjarnarnesið um 2 ferkílómetrar. Svæðið þurfti að vera stórt, því um 100 þúsund manns sótti ráðstefnuna. Fyrir þá sem þurfa nærtækari viðmið, þá meðaltaldi síminn minn 13.000 skref á dag og þurftum við stundum að leggja á okkur 20 mínutna labb á milli fundarstaða. Fólkið á ráðstefnusvæðinu var líka allskyns, sá ég í fyrsta skipt jafni mikið samansafn af blæbrigðum mannkyns, bæði þegar kemur að fatnaði, hörundslit og andlitsfalli. Mér fannst það upplifun, enda er ég almennur áhugamaður um mannlega tilvist og fjölbreytileika. Þessi fjölbreytileiki var opinberandi á þann hátt að ég Íslendingurinn frá Norðrinu var minntur á smæðina og samhengi hlutanna. Stærstu málefnin sem voru á dagskrá voru nýting á jarðefnaeldsneyti og þótti mörgum óviðeigandi að halda loftlagsráðstefnu í olíuríki. Það þykir mér reyndar skammsýni og líka oft slitið úr samhengi að kenna olíulindum arababíu um olíuneyslu. Það virðist líka oft gleymast í umræðunni að Bandaríkin er stærsti olíu framleiðandi heimsins og frændi okkar í Noregi framleiðir um helming af því sem gestgjafaríkið Sameinuðu Arabísku Furstadæmin framleiðir. Í raun er það svo að Noregur, er 13 stærsti olíuframleiðandi heims, en í heildina telur listinn 97 lönd skv. Wikipedia en eru eflaust fleiri. Við hér í “Norðrinu” erum svo gríðarlega háð olíuframleiðslu og ábyrg fyrir neyslu dagsins, sem og sögulegri losun. Flestir hafa sæst á það að miklar líkur séu á orsakatengslum loftlagsbreytinga og brennslu jarðefnaeldsneytis. Flestir eru sammála um að það þurfi að finna betri leiðir, en fólk deilir helst um hver á að gjalda fyrir og hvejir eiga að breyta neysluvenjum sínum fyrst. Síðan er spurning hvort það dugi eitt og sér til, en fólk er að verða sammála um að við þurfum að finna frekari leiðir til þess að hreinsa þessi efni úr andrúmsloftinu eða fyrirbyggja að það berist þangað. Þetta hefur orðið til þess að nýtt “narratív” er að verða til þegar kemur að loftlagsmálum. Þar kallast tveir heimar á, "Norðrið" og "Suðrið". Á máli leikmanns, þá er þessi skilgreining bara að lýsa einföldum hlut. Norðrið - norðan miðbaugs - er ábyrgt fyrir mestu losun gróðurhúsaloftegunda bæði í núinu og í sögulegu samhengi, þau losa meira en þau binda á meðan Suðrið losar minna. Á sama tíma og Norðinu tekst ekki að minnka losun sína og keyrir áfram neyslu, er pressa á að Suðrið þróist áfram án hefðbundinna orkugjafa í formi jarðefneldsneyta, þeirra orkugjafa sem Norðrið hefur notað til að ná þeim stað sem það er á í dag. Mörgum þykir þetta ósanngjarnt. Að “Norðrið” vilji meina “Suðrinu” að nota sömu aðferðir og það notaði við að þróast áfram og bæta líf þegna sinna. Norðrið ber líka sögulega ábyrgð og hefur keyrt neysluna áfram. Margir telja suðrið eiga rétt á skaðabótum fyrir hvað Norðrið þróast á kostnað þeirra, sem nú gjalda fyrir með breyttum veður og vistkerfum enda eru loftslagsbreytingar síður en svo bundnar við Norðrið. Þetta “narratív” kom skýrt fram í framsöguerindi hjá einni konu sem talaði fyrir hönd nokkurra Afríkulanda á COP28. Í stuttu máli fór hún mjög beint í málið og var skorinort í sinni framsögn. Ég leyfi mér að endur-orða þetta og færa í stílinn. Hún sagði.. “Þið þarna Skandinavar! Þið þurfið að fara að fatta að við í Afríku erum ekkert í þessu Net-Zero geimi. Það skiptir okkar fólk engu máli þótt þið séuð að nota fjölnota poka í annað hvert skipti sem þið farið útí búð. Öll Afríka, er bara bara ábyrg fyrir 4% af losun, þannig að við getum alveg horft á það þannig að við eigum inni. Okkar fólk er að reyna að bæta lífskjör sín líka, á sama hátt og þið gerðuð. Ef þið viljið hafa áhrif á hvernig þau bæta lífs sitt, án þess að gera það eins og þið gerðuð með að brenna olíu og kol. Þannig koma í veg fyrir losun, þá þurfið þið að hætta að pæla bara í minnkun og fara að hugsa hvernig þið hafið áhrif “í suðrinu”, með innkomu á grænni orku. Það getið þið gert með þátttöku á kolefnismörkuðum.” Þetta er vinkill sem mér finnst vanta inn í íslenska samtalið. Við nefnilega erum stolt af okkar grænu arfleifð og nýtingu á jarðvarma og tengjum það oftar en ekki við þjóðarstoltið, hugvit og berjum okkur á brjóst hvað við erum nú snjöll. Sannleikurinn er samt bara sá að jarðvarmi er orkan sem er í okkar nágrenni, rétt eins og olían í arabíu. Okkar sigur var falinn í hendingunni, að vatn telst til hreinnar orku. Við erum græn "by default" eins og einhver myndi segja. Annað er bara praktísk aðlögun, eins og okkur vertíðafólkinu er tamið. Þessi rökleiðsla okkar um okkar eigið grængæti leiðir oft til kaffispjalls um óþarfa þess að flokka allt þetta rusl sem við flytjum inn. Við eigum þetta inni og þess vegna megum við það. Vanmáttur einstaklingsins er alger og við leggjum hausinn í heita pottinn þar sem við reynum að slaka þessum áhyggjum burt. Hættið að pissa í pottinn Það er orðið of mikið af Koltvísýring í andrúmsloftinu og við stöndum frammi fyrir tvíþættum vanda. Við þurfum að draga úr losun og við þurfum að hreinsa koltvísýring burt. Þeir einu sem þetta vandamál snertir ekki beint, eru þeir sem munu yfirgefa jarðlega tilvist á næstu 10 árum. Restin situr uppi með skuldina og líklega mun Suðrið verða miklu verr úti. Það er ekki hægt að horfa á heiminn í gegnum svarta spegilinn og sjálfritstýra spádómsspeglinum endalaust. Það þarf víðtæka þátttöku. Við þurfum að nýta krafta nýsköpunar og hugrekkis sem við Íslendingar eigum. Við getum verið innblástur fyrir aðra með pragmatískri fífldirfsku sem okkur einum er lagið. Þátttaka opinberra stofnana er mikilvæg og það þarf að auka þátttöku, en það er ekki hægt að bíða eftir að ríkið byggi brúna. Það verður að ríða á vaðið og það þarf að gerast núna. Með aukinni þátttöku atvinnulífsins er hægt að skala nauðsynlegar aðgerðir. Eins og þeir sem stunda heitapotta á Íslandi gera sér líklega grein fyrir því að ein mikilvægasta leiðin til að halda pissi úr pottinum, er að fólk pissi ekki í hann. En við vitum samt líka að það er ekki alveg hægt að koma í veg fyrir alla losun,og þess vegna treystum við á hreinsibúnað lauganna. Fyrirtæki þurfa að draga úr eigin losun, laga innri ferla og rýna aðfangakeðjur sínar. Það er mikilvægt, en við þurfum að horfast í augu við það að skaði er skeður. Gríðarlegt magn af gróðuhúsalofttegundum hefur nú þegar sloppið út í andrúmsloftið. Frá upphafi iðnbyltingar hefur styrkur kolvísýrings aukist um 50%. Svo talað sé umbúðalaust, geta íbúar á plánetunni jörð gleymt því að samdráttur í losun dugi til og það er alls óvíst að kolefnishlutleysi verði sjálfbært. Þess vegna liggur mikið undir að samfara stórfeldum samdrætti í losun á næsta áratug þarf að fanga koldíoxíð á stórum skala og það verkefni krefst samhæfingar heimsins alls og sameiginlegs átaks og fjölbreyttra lausna. Í dag er til fjöldinn allur af lausnum sem binda kolefni og með hugviti verður hægt að búa til fleiri. Koltvísýringur er kólestról og jörðin er líkaminn Ef þú ætlar að lækka kólestrólið í líkamanum, þá er ólíklegt að læknirinn sendi þig rakleitt í apótekið. Ef þú reykir, hreyfir þig lítið, borðar almennt óhollt, þá hafa þeir þættir líka áhrif. Þótt ég sé ekki læknir, leyfi ég mér að fullyrða að enginn nær kólestról jafnvægi með einni aðferð. Mér finnst líklegt með tíð og tíma getur þú komið á jafnvægi og líklega er samblanda af aðgerðum alltaf besta lausnin og ef þú breytir hegðuninni á nokkrum stöðum þá nærðu bata fyrr. Sama gildir um koldíoxíð í andrúmslofti. Koldíoxíð stuðull heimsins stendur núna í 420 og við þurfum að ná honum niður í 350. Við líklega náum ekki að fyrirbyggja alla losun og það er engin ein ein töfrapilla sem leysir vandan ein og sér. Hinsvegar búum við yfir verkfærum sem geta hjálpað okkur við að koma hlutum aftur í eðlilegra horf. Við getum ráðist í skógrækt, við getum endurheimt votlendi við getum sogið koltvísýring úr loftinu og geymt, við getum notað þara í hafinu til að fanga hann, við getum bundið hann í stein, við getum fyrirbyggt losun og stuðlað á losun með hundruðum mismunandi aðferða. Kolefnismarkaðurinn og atvinnulífið Alveg eins og það eru margar leiðir til þess að lækna of hátt kólestról í líkamanum, þá eru margar leiðir til þess að lækka koldióxíð stuðul heimsins og það er á okkar ábyrgð að nota þau öll verkfæri sem við höfum. Vottaðir kolefnismarkaðir (stundum nefndir valkvæðir) eru verkfæri sem er vannýtt í dag. Með þátttöku í uppbyggingarverkefnum sem hafa fengið vottun getur fólk og fyrirtæki haft áhrif á hvaða verkefni ná framgangi. Mikil þróun hefur verið á kolefnismörkuðum og mikill lærdómur hefur átt sér stað. Skilningur, gagnsæi, eftirlit, staðlar og aðferðir verða betri með hverju árinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að auka gagnsæi, eftirlit hefur verið aukið með tækni, nýliðun hefur haft í för með sér ný vinnubrögð og vísindin um hvað verkefni skila verður betri með hverjum deginum sem líður. Það er gömul saga og ný að þegar peningar koma við sögu er hætt við spillingu og óheiðarleika. Þegar erfitt er að handleika vöruna sem átt er í viðskiptum með getur freistnivandi orðið meiri og trúverðugleikinn þá lagður að veði. Óvissa er óþægileg og frestar ákvarðanatöku. Fólk dvelur frekar við og horfir til hagnaðar til skammstíma, eins og fólki í Malawi sem kveikir eld til að lýsa upp myrkrið, enda aðeins 11% með aðgang að rafmagni. Fólk og fyrirtæki færi keisaraheilkenni og hræðist að kaupa ósýnileg föt og vera höfð að háði og spotti. En eins og svarthol heimsins voru eitt sinn ósýnileg, þá finnum við leiðir til að gera hluti sýnilega og skiljanlega. Við megum ekki leyfa óheiðarleika og fávissu fortíðarinnar að spilla fyrir heilindum framtíðarinnar. Við erum mannleg og við erum alltaf að læra. Við þurfum að takast á við áskoranir og þegar það tekst ekki í fyrstu tilraun þá þurfum við að reyna aftur. Hvatning og ákall til atvinnulífsins Við stöndum frammi fyrir vali. Við getum aukið lífsgæði fyrir framtíðina og bætt aðstæður fyrir börnin okkar og barnabörn en búið til viðskiptatækifæri í leiðinni. Eða, við getum haldið áfram núverandi stefnu og fullnýtt lífsgæðin á meðan þau endast og síðan arfleitt börnin okkar að endurnýtanlegu innkaupapokunum til að nýta sem sandpoka í varnargarða. Líklega verður suðrið að glíma við mun alvarlegri vandamál þá. Leiðin að auknum framtíðar lífsgæðum er í gegnum þátttöku og samstarf. Þátttaka er ekki tryggð með regluverki og atvinnulífið verður að taka virkari þátt. Atvinnulífið þarf að styðja við loftslagsmarkmið Íslands og ekki síður sjálfbærnimarkmið heimsins. Við þurfum leiðtoga í atvinnulífinu sem stíga inn af festu með það að markmiði að vera leiðtogar sem aðrir draga lærdóm af. Þannig stuðlum við að því að fleiri taki þátt. Við þurfum fólk sem er óhrætt við að keyra áfram. Eins og í nýsköpun, þá þurfum við umhverfi þar sem hægt er að misstíga sig og fólki er hrósað fyrir frumkvæðið fremur en varnaðarorð. Prófið, ekki eyða púðrinu í að hugsa of mikið, framkvæmið og takið stöðuna fljótt og breytið um stefnu. Ekki setja öll eggin í eina körfu. Lágmarkið að pissa í pottinn, og stefnið á það að hætta því á einhverjum tímapunkti. Í guðanna bænum allavega lágmarkið hvað þið missið. Þið eruð heldur ekki ein í þessu. Hugsið um allt fólkið sem fór til Dubai, sem var að hugsa um leiðir og lausnir til þess að laga vandamálið og taka þátt. Enginn var að hugsa um að skerða lífsgæðin ykkar, heldur bara að reyna að finna leið áfram sem skemmir minna. Hugsið líka um fólkið á Íslandi sem er að vinna í þessum málum, styðjið við þau, gefið þessu smá tíma. Hlustum minna á kvartið um lífrænu pokana og flokkun á rusli, og hugsum lengra en hvort við kaupum okkur Teslu eða Dísel bíl útaf kílómetragjaldinu. Takið þátt í hreinsunaraðgerðum, og fylgist með markaðnum og verið fljót að aðlaga ykkur. Einsog kennarinn minn í Köbenhavn sagði í nýsköpunarfræðum, “fail fast and often”. Ekki hafa áhyggjur af því að þið kaupi ekki strax í réttum lausnum, það skiptir meira máli að halda áfram. Verið hvatning fyrir aðra til þess að taka þátt, því þannig næst árangurinn, skoðið verkefni á kolefnismarkaðnum og skorið á aðra. Fólkið í fyrirtækjunum verður að taka þátt. Með breiðari þátttöku verður markaðurinn skilvirkari og meiri dýpt býr til betri verðmyndun. Það er ekkert annað en áhættudreifing og atvinnulífið á að skilja það. Koma svo! Höfundur er framkvæmdastjóri hjá CarbonRegistry.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fór til Arabíu á dögunum, nánar tiltekið til Dubai í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. Ástæða ferðar minnar var loflagsráðastefna sameinuðu þjóðanna, eða COP28. Ég fór þangað ásamt samstarfsmönnum mínum hjá International Carbon Registry (ICR), við fengum sæti í sendinefnd Íslands í gegnum Grænvang. Sendinefndin var skipuð ráðamönnum og fagfólki bæði frá og opinbera geiranum og atvinnulífinu . Tilgangur ferðarinnar var margskonar. Hann var til þess að læra, kynnast fólki og sum okkar vorum að reyna að búa til viðskipti, enda eru loftlagsmál vaxandi atvinnugrein og loftlagsbreytingar stærsta áskorun okkar kynslóðar og til þess þarf samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins. Fyrir okkur hjá ICR var sérstaklega skemmtilegt að hitta fjöda fólks í eigin persónu sem við höfðum bara hitt á fjarfundum til þessa. Dubai er líka stórmerkileg borg og að einhverju leyti kristallast andstæðu póll Íslands í henni. Því eins ólík og þessi tvö lönd eru þá eiga þau margt sameiginlegt. Bæði lönd eru háð náttúru auðlindunum sínum ti þess að lifa af, en á afar mismunandi hátt. Til að ramma þetta inn, þá nota þau eld frá olíu til þess að kæla húsin og vernda sig frá hitanum, á meðan við notum heitt vatn til þess að hita upp húsin og verja okkur frá kuldanum. Dubai var hirðingjaland fram til 1958, að mestu rafmagnslaust. Árið 1958 finnst olía og síðan þá hefur uppbyggingin í landinu verið gríðarlega hröð ekki ósvipað Íslandi sem var ein fátækasta evrópuþjóðin árið “fyrir stríð” en er nú ein sú ríkasta. Aftur að ráðstefnunni Ráðstefnan var haldin í Expo city sem er ráðstefnuborg, sem byggð var á um 4 ferkílómetrasvæði fyrir heimssýninguna 2020. Til þess að setja stærðina í samhengi þá er Seltjarnarnesið um 2 ferkílómetrar. Svæðið þurfti að vera stórt, því um 100 þúsund manns sótti ráðstefnuna. Fyrir þá sem þurfa nærtækari viðmið, þá meðaltaldi síminn minn 13.000 skref á dag og þurftum við stundum að leggja á okkur 20 mínutna labb á milli fundarstaða. Fólkið á ráðstefnusvæðinu var líka allskyns, sá ég í fyrsta skipt jafni mikið samansafn af blæbrigðum mannkyns, bæði þegar kemur að fatnaði, hörundslit og andlitsfalli. Mér fannst það upplifun, enda er ég almennur áhugamaður um mannlega tilvist og fjölbreytileika. Þessi fjölbreytileiki var opinberandi á þann hátt að ég Íslendingurinn frá Norðrinu var minntur á smæðina og samhengi hlutanna. Stærstu málefnin sem voru á dagskrá voru nýting á jarðefnaeldsneyti og þótti mörgum óviðeigandi að halda loftlagsráðstefnu í olíuríki. Það þykir mér reyndar skammsýni og líka oft slitið úr samhengi að kenna olíulindum arababíu um olíuneyslu. Það virðist líka oft gleymast í umræðunni að Bandaríkin er stærsti olíu framleiðandi heimsins og frændi okkar í Noregi framleiðir um helming af því sem gestgjafaríkið Sameinuðu Arabísku Furstadæmin framleiðir. Í raun er það svo að Noregur, er 13 stærsti olíuframleiðandi heims, en í heildina telur listinn 97 lönd skv. Wikipedia en eru eflaust fleiri. Við hér í “Norðrinu” erum svo gríðarlega háð olíuframleiðslu og ábyrg fyrir neyslu dagsins, sem og sögulegri losun. Flestir hafa sæst á það að miklar líkur séu á orsakatengslum loftlagsbreytinga og brennslu jarðefnaeldsneytis. Flestir eru sammála um að það þurfi að finna betri leiðir, en fólk deilir helst um hver á að gjalda fyrir og hvejir eiga að breyta neysluvenjum sínum fyrst. Síðan er spurning hvort það dugi eitt og sér til, en fólk er að verða sammála um að við þurfum að finna frekari leiðir til þess að hreinsa þessi efni úr andrúmsloftinu eða fyrirbyggja að það berist þangað. Þetta hefur orðið til þess að nýtt “narratív” er að verða til þegar kemur að loftlagsmálum. Þar kallast tveir heimar á, "Norðrið" og "Suðrið". Á máli leikmanns, þá er þessi skilgreining bara að lýsa einföldum hlut. Norðrið - norðan miðbaugs - er ábyrgt fyrir mestu losun gróðurhúsaloftegunda bæði í núinu og í sögulegu samhengi, þau losa meira en þau binda á meðan Suðrið losar minna. Á sama tíma og Norðinu tekst ekki að minnka losun sína og keyrir áfram neyslu, er pressa á að Suðrið þróist áfram án hefðbundinna orkugjafa í formi jarðefneldsneyta, þeirra orkugjafa sem Norðrið hefur notað til að ná þeim stað sem það er á í dag. Mörgum þykir þetta ósanngjarnt. Að “Norðrið” vilji meina “Suðrinu” að nota sömu aðferðir og það notaði við að þróast áfram og bæta líf þegna sinna. Norðrið ber líka sögulega ábyrgð og hefur keyrt neysluna áfram. Margir telja suðrið eiga rétt á skaðabótum fyrir hvað Norðrið þróast á kostnað þeirra, sem nú gjalda fyrir með breyttum veður og vistkerfum enda eru loftslagsbreytingar síður en svo bundnar við Norðrið. Þetta “narratív” kom skýrt fram í framsöguerindi hjá einni konu sem talaði fyrir hönd nokkurra Afríkulanda á COP28. Í stuttu máli fór hún mjög beint í málið og var skorinort í sinni framsögn. Ég leyfi mér að endur-orða þetta og færa í stílinn. Hún sagði.. “Þið þarna Skandinavar! Þið þurfið að fara að fatta að við í Afríku erum ekkert í þessu Net-Zero geimi. Það skiptir okkar fólk engu máli þótt þið séuð að nota fjölnota poka í annað hvert skipti sem þið farið útí búð. Öll Afríka, er bara bara ábyrg fyrir 4% af losun, þannig að við getum alveg horft á það þannig að við eigum inni. Okkar fólk er að reyna að bæta lífskjör sín líka, á sama hátt og þið gerðuð. Ef þið viljið hafa áhrif á hvernig þau bæta lífs sitt, án þess að gera það eins og þið gerðuð með að brenna olíu og kol. Þannig koma í veg fyrir losun, þá þurfið þið að hætta að pæla bara í minnkun og fara að hugsa hvernig þið hafið áhrif “í suðrinu”, með innkomu á grænni orku. Það getið þið gert með þátttöku á kolefnismörkuðum.” Þetta er vinkill sem mér finnst vanta inn í íslenska samtalið. Við nefnilega erum stolt af okkar grænu arfleifð og nýtingu á jarðvarma og tengjum það oftar en ekki við þjóðarstoltið, hugvit og berjum okkur á brjóst hvað við erum nú snjöll. Sannleikurinn er samt bara sá að jarðvarmi er orkan sem er í okkar nágrenni, rétt eins og olían í arabíu. Okkar sigur var falinn í hendingunni, að vatn telst til hreinnar orku. Við erum græn "by default" eins og einhver myndi segja. Annað er bara praktísk aðlögun, eins og okkur vertíðafólkinu er tamið. Þessi rökleiðsla okkar um okkar eigið grængæti leiðir oft til kaffispjalls um óþarfa þess að flokka allt þetta rusl sem við flytjum inn. Við eigum þetta inni og þess vegna megum við það. Vanmáttur einstaklingsins er alger og við leggjum hausinn í heita pottinn þar sem við reynum að slaka þessum áhyggjum burt. Hættið að pissa í pottinn Það er orðið of mikið af Koltvísýring í andrúmsloftinu og við stöndum frammi fyrir tvíþættum vanda. Við þurfum að draga úr losun og við þurfum að hreinsa koltvísýring burt. Þeir einu sem þetta vandamál snertir ekki beint, eru þeir sem munu yfirgefa jarðlega tilvist á næstu 10 árum. Restin situr uppi með skuldina og líklega mun Suðrið verða miklu verr úti. Það er ekki hægt að horfa á heiminn í gegnum svarta spegilinn og sjálfritstýra spádómsspeglinum endalaust. Það þarf víðtæka þátttöku. Við þurfum að nýta krafta nýsköpunar og hugrekkis sem við Íslendingar eigum. Við getum verið innblástur fyrir aðra með pragmatískri fífldirfsku sem okkur einum er lagið. Þátttaka opinberra stofnana er mikilvæg og það þarf að auka þátttöku, en það er ekki hægt að bíða eftir að ríkið byggi brúna. Það verður að ríða á vaðið og það þarf að gerast núna. Með aukinni þátttöku atvinnulífsins er hægt að skala nauðsynlegar aðgerðir. Eins og þeir sem stunda heitapotta á Íslandi gera sér líklega grein fyrir því að ein mikilvægasta leiðin til að halda pissi úr pottinum, er að fólk pissi ekki í hann. En við vitum samt líka að það er ekki alveg hægt að koma í veg fyrir alla losun,og þess vegna treystum við á hreinsibúnað lauganna. Fyrirtæki þurfa að draga úr eigin losun, laga innri ferla og rýna aðfangakeðjur sínar. Það er mikilvægt, en við þurfum að horfast í augu við það að skaði er skeður. Gríðarlegt magn af gróðuhúsalofttegundum hefur nú þegar sloppið út í andrúmsloftið. Frá upphafi iðnbyltingar hefur styrkur kolvísýrings aukist um 50%. Svo talað sé umbúðalaust, geta íbúar á plánetunni jörð gleymt því að samdráttur í losun dugi til og það er alls óvíst að kolefnishlutleysi verði sjálfbært. Þess vegna liggur mikið undir að samfara stórfeldum samdrætti í losun á næsta áratug þarf að fanga koldíoxíð á stórum skala og það verkefni krefst samhæfingar heimsins alls og sameiginlegs átaks og fjölbreyttra lausna. Í dag er til fjöldinn allur af lausnum sem binda kolefni og með hugviti verður hægt að búa til fleiri. Koltvísýringur er kólestról og jörðin er líkaminn Ef þú ætlar að lækka kólestrólið í líkamanum, þá er ólíklegt að læknirinn sendi þig rakleitt í apótekið. Ef þú reykir, hreyfir þig lítið, borðar almennt óhollt, þá hafa þeir þættir líka áhrif. Þótt ég sé ekki læknir, leyfi ég mér að fullyrða að enginn nær kólestról jafnvægi með einni aðferð. Mér finnst líklegt með tíð og tíma getur þú komið á jafnvægi og líklega er samblanda af aðgerðum alltaf besta lausnin og ef þú breytir hegðuninni á nokkrum stöðum þá nærðu bata fyrr. Sama gildir um koldíoxíð í andrúmslofti. Koldíoxíð stuðull heimsins stendur núna í 420 og við þurfum að ná honum niður í 350. Við líklega náum ekki að fyrirbyggja alla losun og það er engin ein ein töfrapilla sem leysir vandan ein og sér. Hinsvegar búum við yfir verkfærum sem geta hjálpað okkur við að koma hlutum aftur í eðlilegra horf. Við getum ráðist í skógrækt, við getum endurheimt votlendi við getum sogið koltvísýring úr loftinu og geymt, við getum notað þara í hafinu til að fanga hann, við getum bundið hann í stein, við getum fyrirbyggt losun og stuðlað á losun með hundruðum mismunandi aðferða. Kolefnismarkaðurinn og atvinnulífið Alveg eins og það eru margar leiðir til þess að lækna of hátt kólestról í líkamanum, þá eru margar leiðir til þess að lækka koldióxíð stuðul heimsins og það er á okkar ábyrgð að nota þau öll verkfæri sem við höfum. Vottaðir kolefnismarkaðir (stundum nefndir valkvæðir) eru verkfæri sem er vannýtt í dag. Með þátttöku í uppbyggingarverkefnum sem hafa fengið vottun getur fólk og fyrirtæki haft áhrif á hvaða verkefni ná framgangi. Mikil þróun hefur verið á kolefnismörkuðum og mikill lærdómur hefur átt sér stað. Skilningur, gagnsæi, eftirlit, staðlar og aðferðir verða betri með hverju árinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að auka gagnsæi, eftirlit hefur verið aukið með tækni, nýliðun hefur haft í för með sér ný vinnubrögð og vísindin um hvað verkefni skila verður betri með hverjum deginum sem líður. Það er gömul saga og ný að þegar peningar koma við sögu er hætt við spillingu og óheiðarleika. Þegar erfitt er að handleika vöruna sem átt er í viðskiptum með getur freistnivandi orðið meiri og trúverðugleikinn þá lagður að veði. Óvissa er óþægileg og frestar ákvarðanatöku. Fólk dvelur frekar við og horfir til hagnaðar til skammstíma, eins og fólki í Malawi sem kveikir eld til að lýsa upp myrkrið, enda aðeins 11% með aðgang að rafmagni. Fólk og fyrirtæki færi keisaraheilkenni og hræðist að kaupa ósýnileg föt og vera höfð að háði og spotti. En eins og svarthol heimsins voru eitt sinn ósýnileg, þá finnum við leiðir til að gera hluti sýnilega og skiljanlega. Við megum ekki leyfa óheiðarleika og fávissu fortíðarinnar að spilla fyrir heilindum framtíðarinnar. Við erum mannleg og við erum alltaf að læra. Við þurfum að takast á við áskoranir og þegar það tekst ekki í fyrstu tilraun þá þurfum við að reyna aftur. Hvatning og ákall til atvinnulífsins Við stöndum frammi fyrir vali. Við getum aukið lífsgæði fyrir framtíðina og bætt aðstæður fyrir börnin okkar og barnabörn en búið til viðskiptatækifæri í leiðinni. Eða, við getum haldið áfram núverandi stefnu og fullnýtt lífsgæðin á meðan þau endast og síðan arfleitt börnin okkar að endurnýtanlegu innkaupapokunum til að nýta sem sandpoka í varnargarða. Líklega verður suðrið að glíma við mun alvarlegri vandamál þá. Leiðin að auknum framtíðar lífsgæðum er í gegnum þátttöku og samstarf. Þátttaka er ekki tryggð með regluverki og atvinnulífið verður að taka virkari þátt. Atvinnulífið þarf að styðja við loftslagsmarkmið Íslands og ekki síður sjálfbærnimarkmið heimsins. Við þurfum leiðtoga í atvinnulífinu sem stíga inn af festu með það að markmiði að vera leiðtogar sem aðrir draga lærdóm af. Þannig stuðlum við að því að fleiri taki þátt. Við þurfum fólk sem er óhrætt við að keyra áfram. Eins og í nýsköpun, þá þurfum við umhverfi þar sem hægt er að misstíga sig og fólki er hrósað fyrir frumkvæðið fremur en varnaðarorð. Prófið, ekki eyða púðrinu í að hugsa of mikið, framkvæmið og takið stöðuna fljótt og breytið um stefnu. Ekki setja öll eggin í eina körfu. Lágmarkið að pissa í pottinn, og stefnið á það að hætta því á einhverjum tímapunkti. Í guðanna bænum allavega lágmarkið hvað þið missið. Þið eruð heldur ekki ein í þessu. Hugsið um allt fólkið sem fór til Dubai, sem var að hugsa um leiðir og lausnir til þess að laga vandamálið og taka þátt. Enginn var að hugsa um að skerða lífsgæðin ykkar, heldur bara að reyna að finna leið áfram sem skemmir minna. Hugsið líka um fólkið á Íslandi sem er að vinna í þessum málum, styðjið við þau, gefið þessu smá tíma. Hlustum minna á kvartið um lífrænu pokana og flokkun á rusli, og hugsum lengra en hvort við kaupum okkur Teslu eða Dísel bíl útaf kílómetragjaldinu. Takið þátt í hreinsunaraðgerðum, og fylgist með markaðnum og verið fljót að aðlaga ykkur. Einsog kennarinn minn í Köbenhavn sagði í nýsköpunarfræðum, “fail fast and often”. Ekki hafa áhyggjur af því að þið kaupi ekki strax í réttum lausnum, það skiptir meira máli að halda áfram. Verið hvatning fyrir aðra til þess að taka þátt, því þannig næst árangurinn, skoðið verkefni á kolefnismarkaðnum og skorið á aðra. Fólkið í fyrirtækjunum verður að taka þátt. Með breiðari þátttöku verður markaðurinn skilvirkari og meiri dýpt býr til betri verðmyndun. Það er ekkert annað en áhættudreifing og atvinnulífið á að skilja það. Koma svo! Höfundur er framkvæmdastjóri hjá CarbonRegistry.com.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun