Barry Robson var rekinn frá Aberdeen í gær. Hann stýrði liðinu í síðasta sinn þegar það gerði 1-1 jafntefli við Dundee á þriðjudaginn.
Forráðamenn Aberdeen leita nú að nýjum stjóra og þeir renna hýru auga til Warnocks. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Huddersfield Town í september.
Ekki vantar reynsluna á þeim bænum því Warnock hefur stýrt sextán liðum á Englandi frá 1980. Warnock hefur meðal annars þjálfað Sheffield United, Cardiff City og Crystal Palace.
Alex Neil hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Aberdeen en hann hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Stoke City í fyrra.