Markaðsvirði Ferrari hækkað um tæpa þúsund milljarða eftir fréttirnar um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:46 Fréttirnar af mögulegum skiptum Lewis Hamilton til Ferrari hafa ýmiskonar áhrif. Rudy Carezzevoli/Getty Images Markaðsvirði Ferrari rauk upp úr öllu valdi eftir að fréttir bárust af því að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á leið til liðsins frá Mercedes. Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld. Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld.
Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira