„Fuglarnir átu fartölvuna!“ Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 1. febrúar 2024 18:00 Eitthvað varð ég að gefa þeim. Smáfuglunum. Greyjunum. Vetrarfóðrun er víst nauðsynleg til að sem flestir þeirra lifi af. Ekki átti ég neitt meira kornmeti í húsinu. Af hverju setti ég gæsalappir utan um titilinn? Jú, það voru líka gæsaspor í snjónum svo mér fannst rétt að þær fengju að vera með. Nú fer kannski einhver að efast um að ég gangi heill til skógar, en þær áhyggjur eru óþarfar. Þetta er ekki eins dramatískt og virðist í fyrstu. Þetta var ekki ný tölva. Bara gamla tölvan mín, hún var löngu komin á tíma. Ætla ég næst að halda því fram að ég hafi horft á þá „hakka“ í sig fartölvuna? Sameinast smám saman við einhverja gervigreind, öðlast dularfulla vélræna hæfileika, breytast í vitræna dróna? Nei. Geta smáfuglar yfirhöfuð borðað tölvuhluti án þess að verða meint af? Ekki strax, nei. Fæstar fartölvur á markaði í dag eru samsettar af nægilega háu hlutfalli lífrænna, auðmeltanlegra og hættulausra efnasambanda. Ef svo væri þyrftum við líklega að vernda þær dag og nótt gegn öllum þeim örverum, skordýrum og stærri dýrum sem myndu þá líta á hana sem fæðu. Fallega mótaður klumpur af tólg og kornmeti er mun hentugri fuglum til áts. Þá rýrnar þó auðvitað hratt notagildið gagnvart okkur. Hvorki þráðlaust net né 5G í tólginni, sjáðu til. Þetta gæti þó gengið upp í heimi vísindaskáldsagna. Þangað virðumst við æði oft leita um þessar mundir, fyrir framtíðarsýn í allar áttir. Ekki síst þegar kemur að vélmennum og gervigreind. Sú síðarnefnda skapaði einmitt meðfylgjandi mynd. Vélmenni Hugtakið gervigreind vekur hjá mörgum upp hugmyndir um stjórnstöð, um heila. Það er eðlilegt, enda markmiðið oft að leika eftir mannlega heilavirkni. Tauganetin sem eru grundvöllur flestra framfara á sviðinu undanfarið eru raunar hönnuð útfrá okkar eigin taugavirkni, heilanum sérstaklega. Í dýrum er heilinn hluti af stærra samhengi sem við köllum líkama. Því er engin furða að margir sjái hana fyrir sér í sambærilegu samhengi, t.d. sem einhvers konar mannlegt vélmenni. Jafnvel með sína eigin meðvitund. Meðvitaður eða ekki um eigin tilvist getur hinn vélræni maður alveg haft sitt notagildi. Sem mælieining á þróun gervigreindar er vélræn hermun á mannskepnunni þó afar ófullnægjandi. Samanburður við okkar eigin getu er að mínu mati oftast úrelt markmið á villigötum. Til hvers að smíða verkfæri sem er bara eftirlíking af því sem fyrir er? Álíka gáfulegt og að búa til gröfu sem gæti bara notað skóflustærð sem við nú þegar lyftum með eigin höndum... Talar hún við þig? Gervigreind þarf í raun bara að geta tekið inn upplýsingar til að vinna úr og skilað einhverjum niðurstöðum. Svipað og við notum skynfæri tengd heilanum – t.d. augu og eyru - til að taka inn upplýsingar. Svo vinnur heilinn úr þeim á ýmsan hátt áður en við grípum til aðgerða, t.d. svörum því sem við heyrðum eða lásum. Til þess að vera fullgildur meðlimur í gervigreindarklúbbnum, þarf vélræna úrvinnslan að vera meira en bara uppfletting með smá útreikningum. Hún þarf helst að geta lært sjálf, bætt sig og í framhaldinu dregið ályktanir. Hér er auðvitað oft deilt um skoðanir og skilgreiningar. Klassískar hugmyndir um gervigreind eru m.a. að hún geti spjallað við þig á nægilega sannfærandi hátt, svo þú greinir ekki á milli hvort um tölvu eða manneskju er að ræða. Spjallmenni nútímans falla líklega sum í þann hóp, þó önnur séu enn lítið annað en óþolandi tímasóun, svo vísað sé í meirihlutaálit notenda. Meðal þeirra áhugaverðari má t.d. nefna AMIE sem er í þróun hjá Google til aðstoðar á heilbrigðissviði. Notendur hennar gátu ekki greint á milli hvort þeir voru í samskiptum við AMIE eða heilbrigðisstarfsmann. Í gegnum samtalið fékk spjallmennið nauðsynlegar upplýsingar frá notendum og skilaði tillögum að mögulegri greiningu sem þóttu ekki mikið síðri en þær sem læknarnir gáfu. Tillögurnar færu samt auðvitað alltaf fyrir augu læknis til nánara mats og ákvarðanatöku. Viðmót eða hlutverk gervigreindarinnar er þó alls ekki bundið við mannleg samskipti. Sem dæmi eru greiningar á mögulegri sviksemi útfrá fjárhagsfærslum, t.d. greiðslukortum, mikið til í höndum gervigreindar í dag, án þess þó að hún tali við þig milliliðalaust. Tölfræðilegur líkindareikningur á sér sífellt stað ósjálfrátt í okkar heila og er bakvið allar okkar helstu aðgerðir. Gervigreind leikur það eftir, á mismunandi hátt. Hvert erum við komin? Undanfarna áratugi hefur gervigreindin m.a. umbylt vísindarannsóknum, læknisfræði, lyfjaþróun, stjörnufræði, framleiðslugeiranum, tölvuleikjum, verslun og aðfangastýringum. Þökk sé henni sjáum við aukna sjálfvirkni auk endalausra möguleika á bættri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á öll svið. Mikill vöxtur er einnig í einstaklingsmiðaðri nálgun allt um kring. Hvort sem um ræðir hnitmiðaðri heilsuvernd, bættar tillögur að tónlist, bókum, o.þ.h. eða einstaklingsmiðaða markaðssetningu, í viðskiptalegum eða pólitískum tilgangi, t.d. á samfélagsmiðlum. Hröð almenn tækniþróun hefur gert henni kleift að gera mun fleiri og áhugaverðari hluti, eftir því sem hún fær nákvæmari og betri upplýsingar til að vinna úr eða læra af. Fæstir átta sig t.d. á því hversu mikið af gögnum verða raunverulega til í dag útfrá þeim vefsíðum sem við heimsækjum, þó ekki síst farsímunum okkar. Símarnir eru stútfullir af skynjurum og svo öppum sem safna þaðan upplýsingum. Ein og sér er byltingin þar nánast ótrúleg ef horft er fáa áratugi aftur í tímann. Bætum við möguleikanum að vinna úr öllu þessu gagnamagni og skyndilega finnum við nálina frægu í heystakkinum. Við erum farin að greina mynstur sem við hefðum annars aldrei fundið, tengja þau við gagnasett úr fjölbreyttum geirum víða um heim og oftar en ekki á methraða. Auk þess að gera þeim kleift að aðlaga kerfin betur að einstaklingnum sem notar þau, eru þessar upplýsingar einnig gagnlegar öðrum. Gervigreind sem vinnur m.a. ofan á símagögn nýtist sem dæmi í umferðartengdum kerfum. Einfaldasta dæmið er kannski hagnýting upplýsinga um það ef skyndilega virðast allir farsímarnir á reykjanesbrautinni færast löturhægt áfram, eða jafnvel stoppa. Sjálfkeyrandi farartæki geta svo notast við þessar upplýsingar í bland við eigin skynjara og aðrar upplýsingaveitur. Ákvarðanataka nýtur svo aðstoðar gervigreindar sem tekur mið jafnt af lifandi gögnum sem og sögulegum hegðunarmynstrum. Sumt af þessu hefur einnig ratað undanfarið í öryggiskerfi og annað slíkt í nýlegum bílum. Sjálfvirk sköpunargreind Það er ekkert nýtt að fólk forriti tölvur til að skrifa fyrir sig texta. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar, en nýlega bættist við að láta spjallmenni sjá um skrifin. Misgáfulegar niðurstöður hafa litið dagsins ljós, sem minna okkur á að þessi tækni er enn í þróun. Eins skiptir máli hvernig við stöndum að notkuninni og yfirlestur er enn nauðsynlegur. Sé ekki vandað til verks endum við með lélegar sjónhverfingar, í stað raunverulegra galdra á borð við þá sem goðsagnir eins og Kjartan galdrakarl framkvæmdu. Vörulýsingar og vöruheiti eru meðal þess sem spjallmenni eru farin að skrifa. Augljósustu tilfellin eru þau sem lentu á villu og innihalda því texta á borð við „goes against OpenAI use policy“. Minnir jafnvel á umferðarskiltið fræga í Wales sem á stóð „er ekki við tölvu eins og er“ (á máli innfæddra), enda stóð það jú í tölvupóstsvari þýðandans. Yfirlestur er lykilatriði í nýrri íslenskri gervigreindarfréttaveitu sem er í vinnslu. Þar er gervigreindin notuð til þess að skapa sjálfa fréttamennina á skjánum, skapa raddirnar sem lesa fréttirnar og búa til sjálfan fréttatextann sem þær svo lesa. Ritstjórnar og yfirlestrarhlutverkið er svo á höndum veituskaparans (í þessu tilfelli forritarans). Nú þegar er reynt að koma sjálfvirkt sköpuðum greinum að í vísindaritum og greinir það m.a. á milli þeirra rita sem hafa öfluga ritrýnistefnu og ekki. Blaðagreinar skapaðar með slíkum hætti leiddu til uppsagna jafnt blaðamanns sem og ritstjórans. Bækur hafa reynst falsanir, ritaðar undir nafni og í stíl þekkts rithöfundar, en af spjallmenni. Óljósara er með þau tilfelli sem reynast einungis lélegar bókmenntir. Bók um sveppatínslu sem mælti með góðum matsveppum komst t.d. í fréttir þegar í ljós kom að sumir sveppirnir voru ekki bara vondir matsveppir, heldur jafnvel baneitraðir. Búast má við vaxandi flóði af „ruslskrifum“, skapað af spjallmennum án tillits til gæða eða sannleiksgildis. Hætt er við að raunveruleg bókmenntaverk, en ekki síður sannleikurinn og einfaldar staðreyndir drukkni í því flóði og reynist því sífellt erfiðari að nálgast. Yfirferð, yfirlestur, sérfræðiþekking og staðfestingar á uppruna vaxa hér í mikilvægi. Kannski þurfum við að krefjast þess að fá upprunavottanir á fleira en bara matvæli, jafnvel að hægt verði að rekja sitt eintak beint til rétts höfundar eða útgefanda. Upplýsingaflóð Fyrir u.þ.b. 2 áratugum eyddi ég nokkrum árum í að læra um gervigreind. Ástæða þess var ekki síst af því hún snerti á svo mörgu áhugaverðu. Líkt og tölvunarfræðin sjálf, opnar hún manni margar dyr til frekari könnunar. Það var spennandi að læra um hinar ýmsu nálganir og útfærslur gervigreindarinnar en ekki síður að læra um heilann og virkni hans, tauganetin og líffræðilegu hlið hugarstarfsins. Fræðin drógu mig líka dýpra inn í máltækni, heimspeki, sálfræði, hjarðhegðun manna og annarra dýra, vitsmunasálarfræði (Cognitive psychology), siðfræði, erfðafræði, o.m.fl. Mikil gerjun var á þeim tíma og spennandi rannsóknarvinna í kringum tauganet sem og annað vélnám. Tími tauganetanna virtist loksins kominn, þó svo þau hafi þá þegar verið til í fleiri áratugi. Rannsóknaraðilar í kringum mig voru að nýta þau í tengslum við tölvusjón, stýringar neðansjávarróbóta, lyfjaþróun, o.m.fl. Þetta var spennandi þá og er spennandi í dag og óhætt að mæla með slíku námi við fróðleiksfúsa einstaklinga. Löng bið? Í starfi mínu hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki erlendis var m.a. að finna sérfræðinga í öllu því sem sneri að SAP bókhaldskerfinu. Í ljós kom að einn þeirra hafði líka lagt stund á gervigreindarfræðin, u.þ.b. áratug áður. Ungum fannst mér skrýtið að hann væri þá ekki að vinna á því sviði, en ástæðan var í raun einföld. Þegar hann lauk framhaldsnámi var mjög lítið um áhugaverð tækifæri á því sviði nærri hans heimaborg. Hann vildi síður flytja langt í burtu, sá fyrir sér að enn myndi taka einhver ár þartil tækifærum fjölgaði og fann sér því eitthvað annað áhugavert að starfa við á meðan. Svo liðu árin. Þróunin í gervigreind hefur svo sannarlega tekið sinn tíma. Fyrstu áratugina var hún meira á fræðilegu nótunum, þróaðist svo áfram og færðist þá smám saman yfir í praktíkina. Byrjaði rólega, en jók hraðann eftir því sem hagnýtum tækifærum fór að fjölga. Mjög mikið hefur gerst síðustu 1-2 áratugi, en undanfarið hefur verið ákveðin „sprenging“ og ekki annað fyrirséð en að hraðinn haldi bara áfram að aukast. Sé einhver að velta því fyrir sér, þá má til viðbótar við sjálfa þróunina í gervigreindarfræðum sérstaklega benda á þrjá mikilvæga þætti sem breyst hafa t.d. undanfarin 20 ár: 1.Gríðarleg aukning í hraða og afkastagetu tölvubúnaðar. 2.Gríðarleg aukning í magni og gæðum gagnasafna. 3.Sífelld áframhaldandi tölvu- og sjálfvirknivæðing. Fyrstu 2 liðirnir eru algjört grundvallaratriði þegar kemur að tauganetum, sem er þá hægt að þjálfa í dag margfalt betur og hraðar en nokkru sinni fyrr. Þetta eru atriði sem stóðu þeim sérstaklega fyrir þrifum á fyrstu áratugunum, en smám saman höfum við einnig lært að nýta þetta betur. Þriðji liðurinn styður svo við þróunina með sífellt fleiri tilfellum þar sem auðvelt gæti verið að bæta inn gervigreind í einhverju formi og ná fram miklum úrbótum, framförum og hagræðingu. Eftir því sem við sjáum aukningu í slíkum tækifærum eykst auðvitað hvatinn til áframhaldandi gervigreindarvæðingar. Fögnum við eða blótum? Kannski óheppileg spurning að spyrja nálægt Þorranum, en raunin er sú að flestöllu í lífinu bæði fögnum við og blótum. Þessi þróun er ekki í okkar höndum, en að vissu leyti er í okkar höndum að sjá til þess að við drögumst ekki afturúr. Að við missum ekki af góðum tækifærum til að bæta líf okkar með einhverjum hætti, en á sama tíma að við setjum ákveðinn ramma varðandi skynsamlega notkun. Skynsemi felur nefnilega einnig í sér að setja upp eðlilegar takmarkanir til að lágmarka mögulegan skaða og önnur vandamál. Hluti þess gerist á alþjóðlegum vettvangi og m.a. er slík vinna í gangi hjá Evrópusambandinu. Annar hluti gerist í nærumhverfinu. Þeim lögum og reglum sem við setjum einstaklingum og fyrirtækjum, ásamt þeirri skoðun sem samfélagið myndar sér jafnóðum á því hvað telst eðlileg notkun. Samfélagsleg siðferðisvitund og menning þjóðar þarf jú að vera upplýst, skynsamleg og í takt við nútímann. Við eigum hiklaust að velta öllu í lífinu fyrir okkur, hvort sem það heitir gervigreind eða annað. Við skulum mynda okkur skoðanir, skoða og þróa áfram hin fjölmörgu tækifæri sem felast í gervigreindinni, nýta hana þar sem skynsamlegt er. Erfitt verður að koma í veg fyrir óskynsamlega notkun af höndum annarra. Notkun sem okkur gæti þótt óviðeigandi en samræmist jafnvel þeirra eigin reglum. Þannig er þó bara heimurinn og við látum það ekki stýra okkur um of. Hér – eins og í öllu í lífinu - ættu þó allir vegir að liggja að sama markmiði: í átt að yfirvegaðri og upplýstri umræðu, burtu frá vanþekkingu og ótta. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Google Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitthvað varð ég að gefa þeim. Smáfuglunum. Greyjunum. Vetrarfóðrun er víst nauðsynleg til að sem flestir þeirra lifi af. Ekki átti ég neitt meira kornmeti í húsinu. Af hverju setti ég gæsalappir utan um titilinn? Jú, það voru líka gæsaspor í snjónum svo mér fannst rétt að þær fengju að vera með. Nú fer kannski einhver að efast um að ég gangi heill til skógar, en þær áhyggjur eru óþarfar. Þetta er ekki eins dramatískt og virðist í fyrstu. Þetta var ekki ný tölva. Bara gamla tölvan mín, hún var löngu komin á tíma. Ætla ég næst að halda því fram að ég hafi horft á þá „hakka“ í sig fartölvuna? Sameinast smám saman við einhverja gervigreind, öðlast dularfulla vélræna hæfileika, breytast í vitræna dróna? Nei. Geta smáfuglar yfirhöfuð borðað tölvuhluti án þess að verða meint af? Ekki strax, nei. Fæstar fartölvur á markaði í dag eru samsettar af nægilega háu hlutfalli lífrænna, auðmeltanlegra og hættulausra efnasambanda. Ef svo væri þyrftum við líklega að vernda þær dag og nótt gegn öllum þeim örverum, skordýrum og stærri dýrum sem myndu þá líta á hana sem fæðu. Fallega mótaður klumpur af tólg og kornmeti er mun hentugri fuglum til áts. Þá rýrnar þó auðvitað hratt notagildið gagnvart okkur. Hvorki þráðlaust net né 5G í tólginni, sjáðu til. Þetta gæti þó gengið upp í heimi vísindaskáldsagna. Þangað virðumst við æði oft leita um þessar mundir, fyrir framtíðarsýn í allar áttir. Ekki síst þegar kemur að vélmennum og gervigreind. Sú síðarnefnda skapaði einmitt meðfylgjandi mynd. Vélmenni Hugtakið gervigreind vekur hjá mörgum upp hugmyndir um stjórnstöð, um heila. Það er eðlilegt, enda markmiðið oft að leika eftir mannlega heilavirkni. Tauganetin sem eru grundvöllur flestra framfara á sviðinu undanfarið eru raunar hönnuð útfrá okkar eigin taugavirkni, heilanum sérstaklega. Í dýrum er heilinn hluti af stærra samhengi sem við köllum líkama. Því er engin furða að margir sjái hana fyrir sér í sambærilegu samhengi, t.d. sem einhvers konar mannlegt vélmenni. Jafnvel með sína eigin meðvitund. Meðvitaður eða ekki um eigin tilvist getur hinn vélræni maður alveg haft sitt notagildi. Sem mælieining á þróun gervigreindar er vélræn hermun á mannskepnunni þó afar ófullnægjandi. Samanburður við okkar eigin getu er að mínu mati oftast úrelt markmið á villigötum. Til hvers að smíða verkfæri sem er bara eftirlíking af því sem fyrir er? Álíka gáfulegt og að búa til gröfu sem gæti bara notað skóflustærð sem við nú þegar lyftum með eigin höndum... Talar hún við þig? Gervigreind þarf í raun bara að geta tekið inn upplýsingar til að vinna úr og skilað einhverjum niðurstöðum. Svipað og við notum skynfæri tengd heilanum – t.d. augu og eyru - til að taka inn upplýsingar. Svo vinnur heilinn úr þeim á ýmsan hátt áður en við grípum til aðgerða, t.d. svörum því sem við heyrðum eða lásum. Til þess að vera fullgildur meðlimur í gervigreindarklúbbnum, þarf vélræna úrvinnslan að vera meira en bara uppfletting með smá útreikningum. Hún þarf helst að geta lært sjálf, bætt sig og í framhaldinu dregið ályktanir. Hér er auðvitað oft deilt um skoðanir og skilgreiningar. Klassískar hugmyndir um gervigreind eru m.a. að hún geti spjallað við þig á nægilega sannfærandi hátt, svo þú greinir ekki á milli hvort um tölvu eða manneskju er að ræða. Spjallmenni nútímans falla líklega sum í þann hóp, þó önnur séu enn lítið annað en óþolandi tímasóun, svo vísað sé í meirihlutaálit notenda. Meðal þeirra áhugaverðari má t.d. nefna AMIE sem er í þróun hjá Google til aðstoðar á heilbrigðissviði. Notendur hennar gátu ekki greint á milli hvort þeir voru í samskiptum við AMIE eða heilbrigðisstarfsmann. Í gegnum samtalið fékk spjallmennið nauðsynlegar upplýsingar frá notendum og skilaði tillögum að mögulegri greiningu sem þóttu ekki mikið síðri en þær sem læknarnir gáfu. Tillögurnar færu samt auðvitað alltaf fyrir augu læknis til nánara mats og ákvarðanatöku. Viðmót eða hlutverk gervigreindarinnar er þó alls ekki bundið við mannleg samskipti. Sem dæmi eru greiningar á mögulegri sviksemi útfrá fjárhagsfærslum, t.d. greiðslukortum, mikið til í höndum gervigreindar í dag, án þess þó að hún tali við þig milliliðalaust. Tölfræðilegur líkindareikningur á sér sífellt stað ósjálfrátt í okkar heila og er bakvið allar okkar helstu aðgerðir. Gervigreind leikur það eftir, á mismunandi hátt. Hvert erum við komin? Undanfarna áratugi hefur gervigreindin m.a. umbylt vísindarannsóknum, læknisfræði, lyfjaþróun, stjörnufræði, framleiðslugeiranum, tölvuleikjum, verslun og aðfangastýringum. Þökk sé henni sjáum við aukna sjálfvirkni auk endalausra möguleika á bættri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á öll svið. Mikill vöxtur er einnig í einstaklingsmiðaðri nálgun allt um kring. Hvort sem um ræðir hnitmiðaðri heilsuvernd, bættar tillögur að tónlist, bókum, o.þ.h. eða einstaklingsmiðaða markaðssetningu, í viðskiptalegum eða pólitískum tilgangi, t.d. á samfélagsmiðlum. Hröð almenn tækniþróun hefur gert henni kleift að gera mun fleiri og áhugaverðari hluti, eftir því sem hún fær nákvæmari og betri upplýsingar til að vinna úr eða læra af. Fæstir átta sig t.d. á því hversu mikið af gögnum verða raunverulega til í dag útfrá þeim vefsíðum sem við heimsækjum, þó ekki síst farsímunum okkar. Símarnir eru stútfullir af skynjurum og svo öppum sem safna þaðan upplýsingum. Ein og sér er byltingin þar nánast ótrúleg ef horft er fáa áratugi aftur í tímann. Bætum við möguleikanum að vinna úr öllu þessu gagnamagni og skyndilega finnum við nálina frægu í heystakkinum. Við erum farin að greina mynstur sem við hefðum annars aldrei fundið, tengja þau við gagnasett úr fjölbreyttum geirum víða um heim og oftar en ekki á methraða. Auk þess að gera þeim kleift að aðlaga kerfin betur að einstaklingnum sem notar þau, eru þessar upplýsingar einnig gagnlegar öðrum. Gervigreind sem vinnur m.a. ofan á símagögn nýtist sem dæmi í umferðartengdum kerfum. Einfaldasta dæmið er kannski hagnýting upplýsinga um það ef skyndilega virðast allir farsímarnir á reykjanesbrautinni færast löturhægt áfram, eða jafnvel stoppa. Sjálfkeyrandi farartæki geta svo notast við þessar upplýsingar í bland við eigin skynjara og aðrar upplýsingaveitur. Ákvarðanataka nýtur svo aðstoðar gervigreindar sem tekur mið jafnt af lifandi gögnum sem og sögulegum hegðunarmynstrum. Sumt af þessu hefur einnig ratað undanfarið í öryggiskerfi og annað slíkt í nýlegum bílum. Sjálfvirk sköpunargreind Það er ekkert nýtt að fólk forriti tölvur til að skrifa fyrir sig texta. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar, en nýlega bættist við að láta spjallmenni sjá um skrifin. Misgáfulegar niðurstöður hafa litið dagsins ljós, sem minna okkur á að þessi tækni er enn í þróun. Eins skiptir máli hvernig við stöndum að notkuninni og yfirlestur er enn nauðsynlegur. Sé ekki vandað til verks endum við með lélegar sjónhverfingar, í stað raunverulegra galdra á borð við þá sem goðsagnir eins og Kjartan galdrakarl framkvæmdu. Vörulýsingar og vöruheiti eru meðal þess sem spjallmenni eru farin að skrifa. Augljósustu tilfellin eru þau sem lentu á villu og innihalda því texta á borð við „goes against OpenAI use policy“. Minnir jafnvel á umferðarskiltið fræga í Wales sem á stóð „er ekki við tölvu eins og er“ (á máli innfæddra), enda stóð það jú í tölvupóstsvari þýðandans. Yfirlestur er lykilatriði í nýrri íslenskri gervigreindarfréttaveitu sem er í vinnslu. Þar er gervigreindin notuð til þess að skapa sjálfa fréttamennina á skjánum, skapa raddirnar sem lesa fréttirnar og búa til sjálfan fréttatextann sem þær svo lesa. Ritstjórnar og yfirlestrarhlutverkið er svo á höndum veituskaparans (í þessu tilfelli forritarans). Nú þegar er reynt að koma sjálfvirkt sköpuðum greinum að í vísindaritum og greinir það m.a. á milli þeirra rita sem hafa öfluga ritrýnistefnu og ekki. Blaðagreinar skapaðar með slíkum hætti leiddu til uppsagna jafnt blaðamanns sem og ritstjórans. Bækur hafa reynst falsanir, ritaðar undir nafni og í stíl þekkts rithöfundar, en af spjallmenni. Óljósara er með þau tilfelli sem reynast einungis lélegar bókmenntir. Bók um sveppatínslu sem mælti með góðum matsveppum komst t.d. í fréttir þegar í ljós kom að sumir sveppirnir voru ekki bara vondir matsveppir, heldur jafnvel baneitraðir. Búast má við vaxandi flóði af „ruslskrifum“, skapað af spjallmennum án tillits til gæða eða sannleiksgildis. Hætt er við að raunveruleg bókmenntaverk, en ekki síður sannleikurinn og einfaldar staðreyndir drukkni í því flóði og reynist því sífellt erfiðari að nálgast. Yfirferð, yfirlestur, sérfræðiþekking og staðfestingar á uppruna vaxa hér í mikilvægi. Kannski þurfum við að krefjast þess að fá upprunavottanir á fleira en bara matvæli, jafnvel að hægt verði að rekja sitt eintak beint til rétts höfundar eða útgefanda. Upplýsingaflóð Fyrir u.þ.b. 2 áratugum eyddi ég nokkrum árum í að læra um gervigreind. Ástæða þess var ekki síst af því hún snerti á svo mörgu áhugaverðu. Líkt og tölvunarfræðin sjálf, opnar hún manni margar dyr til frekari könnunar. Það var spennandi að læra um hinar ýmsu nálganir og útfærslur gervigreindarinnar en ekki síður að læra um heilann og virkni hans, tauganetin og líffræðilegu hlið hugarstarfsins. Fræðin drógu mig líka dýpra inn í máltækni, heimspeki, sálfræði, hjarðhegðun manna og annarra dýra, vitsmunasálarfræði (Cognitive psychology), siðfræði, erfðafræði, o.m.fl. Mikil gerjun var á þeim tíma og spennandi rannsóknarvinna í kringum tauganet sem og annað vélnám. Tími tauganetanna virtist loksins kominn, þó svo þau hafi þá þegar verið til í fleiri áratugi. Rannsóknaraðilar í kringum mig voru að nýta þau í tengslum við tölvusjón, stýringar neðansjávarróbóta, lyfjaþróun, o.m.fl. Þetta var spennandi þá og er spennandi í dag og óhætt að mæla með slíku námi við fróðleiksfúsa einstaklinga. Löng bið? Í starfi mínu hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki erlendis var m.a. að finna sérfræðinga í öllu því sem sneri að SAP bókhaldskerfinu. Í ljós kom að einn þeirra hafði líka lagt stund á gervigreindarfræðin, u.þ.b. áratug áður. Ungum fannst mér skrýtið að hann væri þá ekki að vinna á því sviði, en ástæðan var í raun einföld. Þegar hann lauk framhaldsnámi var mjög lítið um áhugaverð tækifæri á því sviði nærri hans heimaborg. Hann vildi síður flytja langt í burtu, sá fyrir sér að enn myndi taka einhver ár þartil tækifærum fjölgaði og fann sér því eitthvað annað áhugavert að starfa við á meðan. Svo liðu árin. Þróunin í gervigreind hefur svo sannarlega tekið sinn tíma. Fyrstu áratugina var hún meira á fræðilegu nótunum, þróaðist svo áfram og færðist þá smám saman yfir í praktíkina. Byrjaði rólega, en jók hraðann eftir því sem hagnýtum tækifærum fór að fjölga. Mjög mikið hefur gerst síðustu 1-2 áratugi, en undanfarið hefur verið ákveðin „sprenging“ og ekki annað fyrirséð en að hraðinn haldi bara áfram að aukast. Sé einhver að velta því fyrir sér, þá má til viðbótar við sjálfa þróunina í gervigreindarfræðum sérstaklega benda á þrjá mikilvæga þætti sem breyst hafa t.d. undanfarin 20 ár: 1.Gríðarleg aukning í hraða og afkastagetu tölvubúnaðar. 2.Gríðarleg aukning í magni og gæðum gagnasafna. 3.Sífelld áframhaldandi tölvu- og sjálfvirknivæðing. Fyrstu 2 liðirnir eru algjört grundvallaratriði þegar kemur að tauganetum, sem er þá hægt að þjálfa í dag margfalt betur og hraðar en nokkru sinni fyrr. Þetta eru atriði sem stóðu þeim sérstaklega fyrir þrifum á fyrstu áratugunum, en smám saman höfum við einnig lært að nýta þetta betur. Þriðji liðurinn styður svo við þróunina með sífellt fleiri tilfellum þar sem auðvelt gæti verið að bæta inn gervigreind í einhverju formi og ná fram miklum úrbótum, framförum og hagræðingu. Eftir því sem við sjáum aukningu í slíkum tækifærum eykst auðvitað hvatinn til áframhaldandi gervigreindarvæðingar. Fögnum við eða blótum? Kannski óheppileg spurning að spyrja nálægt Þorranum, en raunin er sú að flestöllu í lífinu bæði fögnum við og blótum. Þessi þróun er ekki í okkar höndum, en að vissu leyti er í okkar höndum að sjá til þess að við drögumst ekki afturúr. Að við missum ekki af góðum tækifærum til að bæta líf okkar með einhverjum hætti, en á sama tíma að við setjum ákveðinn ramma varðandi skynsamlega notkun. Skynsemi felur nefnilega einnig í sér að setja upp eðlilegar takmarkanir til að lágmarka mögulegan skaða og önnur vandamál. Hluti þess gerist á alþjóðlegum vettvangi og m.a. er slík vinna í gangi hjá Evrópusambandinu. Annar hluti gerist í nærumhverfinu. Þeim lögum og reglum sem við setjum einstaklingum og fyrirtækjum, ásamt þeirri skoðun sem samfélagið myndar sér jafnóðum á því hvað telst eðlileg notkun. Samfélagsleg siðferðisvitund og menning þjóðar þarf jú að vera upplýst, skynsamleg og í takt við nútímann. Við eigum hiklaust að velta öllu í lífinu fyrir okkur, hvort sem það heitir gervigreind eða annað. Við skulum mynda okkur skoðanir, skoða og þróa áfram hin fjölmörgu tækifæri sem felast í gervigreindinni, nýta hana þar sem skynsamlegt er. Erfitt verður að koma í veg fyrir óskynsamlega notkun af höndum annarra. Notkun sem okkur gæti þótt óviðeigandi en samræmist jafnvel þeirra eigin reglum. Þannig er þó bara heimurinn og við látum það ekki stýra okkur um of. Hér – eins og í öllu í lífinu - ættu þó allir vegir að liggja að sama markmiði: í átt að yfirvegaðri og upplýstri umræðu, burtu frá vanþekkingu og ótta. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun