Þórsarar á toppinn eftir sigur á Eyjamönnum Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 21:08 Þór mættu ÍBV á Overpass í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1
Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1