Þórsarar á toppinn eftir sigur á Eyjamönnum Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 21:08 Þór mættu ÍBV á Overpass í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti
Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti