Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 23:04 Dúfunni var sleppt á þriðjudaginn, eftir átta mánuði í haldi. Þá hafði komið í ljós að hún kom frá Taívan en ekki frá Kína. AP/Anshuman Poyrekar Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira