Stytting náms til stúdentsprófs Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar